Mýrdælingar ósáttir með breytingar á póstþjónustu Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2014 13:26 Íbúðarhús í Mýrdal séð frá þjóðveginum. Póstkassi margra íbúa verður færður niður að vegi. Mynd/Þorbjörg Kristjánsdóttir Íbúar Mýrdals eru í meira lagi ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á póstþjónustu á svæðinu, sem munu fela það í sér að margir þurfa að sækja póst sinn niður að þjóðvegi. „Núna eru póstkassarnir staðsettir upp við húsin,“ segir Eva Dögg Þorsteinsdóttir, íbúi í Garðakoti og ein þeirra sem sendu í dag opið bréf á forstjóra Íslandspóst vegna málsins.Póstkassinn úr augsýn Mýrdælingar fengu tilkynningu um það nú í júní að póstkassar verða færðir út að vegamótum í þeim tilvikum þar sem afleggjari að húsi viðkomandi er lengri en fimmtíu metrar. „Sem þýðir það að oft sérðu ekki póstkassann þinn,“ segir Eva Dögg. „Hann hverfur úr augsýn, þannig þú ert náttúrulega kominn ansi langt frá heimilinu þínu.“ Eva segir að langflestir bæjanna í sveitinni séu með það langan afleggjara að póstkassinn þeirra verði færður. Í bréfinu, sem sjá má í viðhengi með þessari frétt, hafa fimmtíu manns skrifað undir og lýst þannig yfir óánægju sinni með breytingarnar. „Fólk er mjög óánægt. Allir sem voru heima þegar við bönkuðum uppá skrifuðu undir.“Einn starfsmaður sér um póstinn Eva Dögg segir að Mýrdælingar hafi meðal annars áhyggjur af því að kassarnir séu hafðir við þjóðveginn, og í mörgum tilvikum úr augnsýn, vegna mikillar umferðar í sveitinni. Auk þess geti verið mjög vindasamt á svæðinu og í miklu roki hafi komið fyrir að bréf hafi fokið úr póstkössum. „Ef það kemur eitthvað upp á, gögn glatast eða eitthvað, hver er þá ábyrgur?“ spyr hún. „Markmið Póstsins er náttúrulega að koma póstinum alla leið. Maður spyr sig hvernig ætla þeir að ábyrgjast það, þar sem heimili okkar er náttúrulega ekki niðri við þjóðveg.“ Hún segir þetta jafnframt mjög óþægilegt í ljósi þess að erfitt er að segja til um hvenær pósturinn kemur yfir daginn. Vegna niðurskurðar hefur undanfarið aðeins einn starfsmaður í Vík séð um að taka við öllum pósti til Mýrdals, flokka hann og keyra út. Vegna þessa getur póstur borist hvenær sem er frá um ellefu að morgni til um átta að kvöldi. „Okkur finnst þetta ekki alveg sanngjarnt,“ segir Eva. „Þeir sem búa í þéttbýli fá póstinn sinn bara inn um lúguna. Maður spyr sig um réttmæti þess, að okkar póstur liggi bara í póstkassa niður á vegi. Við erum ekki að fá neitt annað í staðinn. Við fáum bara skerðingu.“ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Íbúar Mýrdals eru í meira lagi ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á póstþjónustu á svæðinu, sem munu fela það í sér að margir þurfa að sækja póst sinn niður að þjóðvegi. „Núna eru póstkassarnir staðsettir upp við húsin,“ segir Eva Dögg Þorsteinsdóttir, íbúi í Garðakoti og ein þeirra sem sendu í dag opið bréf á forstjóra Íslandspóst vegna málsins.Póstkassinn úr augsýn Mýrdælingar fengu tilkynningu um það nú í júní að póstkassar verða færðir út að vegamótum í þeim tilvikum þar sem afleggjari að húsi viðkomandi er lengri en fimmtíu metrar. „Sem þýðir það að oft sérðu ekki póstkassann þinn,“ segir Eva Dögg. „Hann hverfur úr augsýn, þannig þú ert náttúrulega kominn ansi langt frá heimilinu þínu.“ Eva segir að langflestir bæjanna í sveitinni séu með það langan afleggjara að póstkassinn þeirra verði færður. Í bréfinu, sem sjá má í viðhengi með þessari frétt, hafa fimmtíu manns skrifað undir og lýst þannig yfir óánægju sinni með breytingarnar. „Fólk er mjög óánægt. Allir sem voru heima þegar við bönkuðum uppá skrifuðu undir.“Einn starfsmaður sér um póstinn Eva Dögg segir að Mýrdælingar hafi meðal annars áhyggjur af því að kassarnir séu hafðir við þjóðveginn, og í mörgum tilvikum úr augnsýn, vegna mikillar umferðar í sveitinni. Auk þess geti verið mjög vindasamt á svæðinu og í miklu roki hafi komið fyrir að bréf hafi fokið úr póstkössum. „Ef það kemur eitthvað upp á, gögn glatast eða eitthvað, hver er þá ábyrgur?“ spyr hún. „Markmið Póstsins er náttúrulega að koma póstinum alla leið. Maður spyr sig hvernig ætla þeir að ábyrgjast það, þar sem heimili okkar er náttúrulega ekki niðri við þjóðveg.“ Hún segir þetta jafnframt mjög óþægilegt í ljósi þess að erfitt er að segja til um hvenær pósturinn kemur yfir daginn. Vegna niðurskurðar hefur undanfarið aðeins einn starfsmaður í Vík séð um að taka við öllum pósti til Mýrdals, flokka hann og keyra út. Vegna þessa getur póstur borist hvenær sem er frá um ellefu að morgni til um átta að kvöldi. „Okkur finnst þetta ekki alveg sanngjarnt,“ segir Eva. „Þeir sem búa í þéttbýli fá póstinn sinn bara inn um lúguna. Maður spyr sig um réttmæti þess, að okkar póstur liggi bara í póstkassa niður á vegi. Við erum ekki að fá neitt annað í staðinn. Við fáum bara skerðingu.“
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira