Innlent

Skálmöld við jarðarför kveikti áhugann

Birta Björnsdóttir skrifar
Tónlist hefur lengi verið hluti af útförum Íslendinga og sálmar jafnan verið þar í aðalhlutverki. Það færist þó sífellt í aukana að lagaval við útfarir sé fært nær nútímanum og vinsæl dægurlög látin hljóma þegar einstaklingur er lagður til hinstu hvílu.

Búi Stefánsson gerði þróun útfarartónlistar að umfjöllunarefni í lokaritgerð sinni í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þar skoðaði hann breytt viðhorf til popp-, rokk- og dægurtónlistar í útförum undanfarinna ára og komst að því að töluverð viðhorfsbreyting hefur átt sér stað gagnvart útfarartónlist á undanförnum árum.

Búi sagði áhuga á málefninu hafa kviknað þegar hann heyrði af manni sem varð að þeirri ósk sinni að fá lag með hljómsveinni Skálmöld leikið í jarðarför sinni.

Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur segir presta vissulega merkja þessa þróun.

Já það eiga sér alltaf stað einhverjar endurnýjanir í þessum efnum, sem betur fer. Reyndar er nú vinsælasti sálmurinn um 3000 ára gamall smellur sem nefnist Drottinn er minn hirðir," segir Hjálmar. En mér finnst gaman þegar þetta blandast saman, hið gamla og það nýja."

Í ritgerð Búa eru heilmörg dægulög tiltekin sem hljómað hafa við jarðarfarir Íslendinga undanfarin ár. Og þau eru úr öllum áttum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Eldra fólk fer mikið til sólarlanda eftir að það hættir að vinna, og ég man eftir fyrir stuttu að lagið Suður um höfin hafi í tvígang verið leikið við útfarir eldra fólks. Það kallaði fram minningar í vinahópnum," segir Hjálmar. Mér finnst gaman þegar það er brotið aðeins upp og nýju bætt við. En það má hinsvegar ekki kollvarpa hefðinni, að mínu mati."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×