Erlent

Munaðarlaus börn misnotuð í Mexíkó

Jakob Bjarnar skrifar
Mexíkósk yfirvöld greina frá hinu skelfilega máli sem nú er komið upp á yfirborðið þar í landi.
Mexíkósk yfirvöld greina frá hinu skelfilega máli sem nú er komið upp á yfirborðið þar í landi. epa
Mexíkóska lögreglan bjargaði meira en 450 börnum sem talin eru hafa sætt grimmilegri misnotkun á munaðarleysingjahæli í borginni Zamora í Michoacan-héraði.

Talið er að þau hafi verið kynferðislega misnotuð og neydd til að betla á götum úti. Eigandi heimilisins, Rosa del Carmen Verduzco og átta starfsmenn hafa verið handteknir. Í fréttum er því haldið fram að um sé að ræða versta tilfelli af þessu tagi sem komið hefur upp í Mexíkó um langt skeið. Á heimilinu völdu 278 drengir og 174 stúlkur. Aðstæður þar voru skelfilegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×