Íslenski boltinn

Furu farinn frá KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Vísir/Getty
Ivar Furu er farinn aftur til Molde í Noregi eftir að hafa spilað sem lánsmaður með KR í Pepsi-deild karla.

Furu hefur fyrst og fremst spilað sem bakvörður en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði við Fótbolta.net að hann hafi verið hingað fenginn til að vera miðvörður. Það hafi því þjónað hagsmunum best að hann færi aftur til síns félags.

Furu gerði sig sekan um mistök þegar Þór skoraði síðara mark sitt í 2-0 sigri í leik liðanna í síðustu viku og var það hans síðasti leikur fyrir KR-inga.

Alls kom hann við sögu í átta leikjum með KR í sumar, bæði í deild og bikr. Hann lék einnig fjóra leiki með KR á undirbúningstímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×