Erlent

Moskvubúi ók á eldri mann og hélt á brott

Atli Ísleifsson skrifar
Eftir að hafa ekið á manninn fór Moskvubúinn úr hvítri BMW-bifreið sinni til að athuga hvort eitthvað hafi sést á bíl sínum.
Eftir að hafa ekið á manninn fór Moskvubúinn úr hvítri BMW-bifreið sinni til að athuga hvort eitthvað hafi sést á bíl sínum. Vísir/Getty
33 ára Rússi hefur gefið sig fram við lögregluyfirvöld í Moskvu eftir að myndband af honum gekk um netheima þar sem hann ekur á eldri mann sem gagnrýndi aksturslag hans.

Eftir að Alexander Prutyan ekur á manninn fer hann úr hvítri BMW-bifreið sinni til að athuga hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á bílnum. Þegar hann sér að ekkert amar að bílnum sínum fer hann aftur upp í og ekur í burtu.

Myndbandinu var komið á netið á mánudaginn og birt í rússneskum fjölmiðlum. Að sögn Moscow Times segir að Moskvubúinn Alexander Prutyan hafi gefið sig fram við lögreglu fyrr í dag. Segir hann að ofsareiði hafi skyndilega gripið um sig og því hafi hann brugðist við með þessum hætti.

Að sögn eru Moskvubúar margir búnir að koma sér upp myndavélum í bílum sínum, meðal annars vegna tryggingarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×