Erlent

Fjórvængjuð risaeðla fundin í Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Risaeðlan varð um 132 sentímetrar að lengd og um fjögur kíló að þyngd.
Risaeðlan varð um 132 sentímetrar að lengd og um fjögur kíló að þyngd. Vísir/AFP
Steingervingafræðingar hafa fundið áður óþekkta fjórvængjaða risaeðlu í norðausturhluta Kína. Tegundin var á stærð við örn og ku hafa flogið mikið.

Á vef sænska ríkisútvarpsins segir að alþjóðlegt rannsóknarteymi undir stjórn hins bandaríska steingervingafræðings Luis Chiappe standi að baki uppgötvuninni.

Uppgötvunin var gerð í fjallahéraðinu Liaoning þar sem vísindamenn hafa fundið fjöldan allan af risaeðlum, frumstæðum fuglum og spendýrum frá krítartímabilinu fyrir um 125 milljónum ára síðustu árin.

Tegundin hefur hlotið heitið Changyuraptor yangi. Risaeðlan var með sérstaklega langar fjaðri á afturendanum, eða um 30 sentímetrar, en eðlan var sömuleiðis með fjaðrir á afturfótunum eða afturvængjunum.

Lengd risaeðlunnar hefur verið um 132 sentímetrar og vó hún um fjögur kíló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×