Erlent

Assad kjörinn á ný

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bashar al-Assad
Bashar al-Assad vísir/afp
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands,bar sigur úr býtum í forsetakosningum þarlendis og sór embættiseið í dag. Hann verður því við völd þriðja kjörtímabilið í röð en kosið er til sjö ára í senn. Tveir aðrir voru í framboði, Maher Hajjar og Hassan al-Nouri, og er það í fyrsta sinn í áratugi sem fleiri en eitt nafn er á kjörseðlinum.

Sýrlendingar hafa raunar ekki verið þekktir fyrir að halda frjálsar kosningar og þegar Assad tók við af föður sínum, sem komst til valda fyrir fjórtán árum, fékk hann 99 prósent atkvæða. Faðir hans, alavíski herforinginn Hafez- al-Assad, var við völd í Sýrlandi í 29 ár. Kosningarnar fóru fram í miðju borgarastríði sem staðið hefur yfir í um þrjú ár. Þúsundir hafa fallið  í átökunum og meira en tvær milljónir flúið heimili sín.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×