Móðir sjö ára transstúlku: „Mamma, þú veist að ég er stelpa, ég er stelpa að innan“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. júlí 2014 11:09 Ræðan hefur vakið mikla athygli. Ræða móður sem útskýrir hvernig það er að eiga transdóttur fer nú eins og eldur í sinu um netheima. Debi Jackson á sex ára gamla dóttur sem fæddist strákur. Í ræðunni lýsir hún upplifun sinni þegar dóttir hennar bað fyrst um fá bleikan kjól. Áður hafði hún verið „harðgerður strákur með burstaklippingu.“ Hún lýsir því hvernig það var að eiga son sem vildi vera stelpa. Hvernig henni leið í fyrsta sinn þegar hún fékk að fara í kjól í skólann. Viðbrögðin, að sögn Jackson, voru frábær. „Krakkarnir tóku henni vel og kennararnir voru æðislegir.“ En þegar skólasystkin hennar fóru heim og sögðu foreldrum sínum breyttist viðhorf þeirra. „Fordómar fullorðna fólksins höfðu áhrif á þau. Flestir vinir okkar hættu að tala við okkur og við þurftum nánast að vera í felum á meðan hún safnaði hári til þess að líta meira út eins og stelpa.“Vildi fá kjól „Þegar hún var þriggja ára bað hún um að fá prinsessukjól. Við vildum ekki kaupa kjól. Við héldum að hún væri á einhverju skeiði þar sem hana langaði í litríka og glansandi hluti. Og við vildum ekki eyða peningum í eitthvað sem hún hefði áhuga á í viku en fengi svo leið á. En hún hélt áfram að biðja um kjólinn. Og ég komst að því að hún hafði sérstakan áhuga á einum bleikum kjól á leikskólanum. Þannig að við ákváðum loks að fara með hana út í búð og kaupa svoleiðis kjól,“ segir Jackson í ræðunni sinni og heldur áfram: „Þetta stoppaði ekki þarna. Hún vildi alltaf vera í þessum kjól. Upp á dag, upp á mínútu. Hún hélt áfram að biðja um hluti. Hún vildi nýja kjóla, náttkjóla, höfuðbönd, glitrandi bleika skó og á endanum nærföt fyrir stelpur.“ Jackson segir að hún og eiginmaður hennar hafi dregið línuna í sandinn þegar dóttir þeirra fór að biðja um nærföt. „Okkur leið ekki vel með það á þessum tímapunkti,“ útskýrir hún. Hér að neðan má sjá ræðuna.Ýtti á kynfærin Jackson segist svo hafa séð dóttur sína verið að ýta mikið í kynfæri sín. „Ég spurði hana hvað væri að. Ég hélt að hana klæjaði bara. En hún sagði að þau færu í taugarnar á sér og væru fyrir. Hún sagðist ekki vilja hafa þau.“ Jackson segist hafa farið beint á netið, fundið Google-leitarvélina og slegið inn: „Fjögurra ára drengur segist vilja losna við kynfærin sín.“ Jackson segir að listinn sem Google hafi boðið upp á hafi ekki verið langur. „En allar leitarniðurstöðurnar bentu til þess að barnið mitt væri transbarn.“ Þau hjónin pöntuðu tíma hjá lækni sem benti þeim á barnasálfræðing. En áður en þau fengu tíma hjá honum sagði dóttir Jackson: „Mamma, þú veist að ég er stelpa, ég er stelpa að innan.“Vil eiga strák Í ræðunni svarar Jackson nokkrum fordómafullum athugasemdum sem hún hefur orðið fyrir. Margir héldu að hún og maðurinn hennar væru að reyna að hafa áhrif á umræðuna í Bandaríkjunum og tala fyrir auknum réttindum samkynhneigðra (e. Gay agenda). Hún útskýrir í ræðunni að svo sé ekki. Hún sé í raun íhaldsamanneskja sem aðhyllist ströng kristin gildi. Jackson segir einnig að margir hafi kennt henni um; haldið að það væri hún sem vildi dóttur og að hún hafi í raun haft áhrif á barnið sitt, gert son sinn að stelpu. „Ég er skíthrædd við að eiga stelpu í heiminum eins og hann er í dag. Ég myndi miklu frekar vilja hafa það á minni könnu að ala upp góðan strák sem kann að koma vel fram við stelpur, frekar en að ala upp stelpu sem myndi kannski eingöngu vilja vera með slæmum strákum.“ Hún fjallar einnig um baráttuna við trú sína og þá sem halda að transfólk séu syndgarar. Jacskon telur svo ekki vera og bendir á setningar úr Biblíunni sínu máli til stuðnings.Hefur vakið athygliJackson hélt ræðuna fyrir tveimur mánuðum. En í gær birti vefsíðan Huffington Post myndband af ræðunni og þaðan fór hún á flug. Jackson segir í samtali við fréttastofuna KSHB í Kansas að hún hafi ekki búist við þessum viðbrögðum „Ég hélt kannski að fimm til sex hundruð manns myndu sína sögunni okkar áhuga. Þau myndu kannski deila henni með sínum vinum og eitthvað þannig. Ég hélt aldrei að þetta myndi verða svona vinsælt,“ segir hún. Jackson fékk skilaboð frá vini sínum sem sagði henni frá því að hún væri til umfjöllunar á Huffington Post. „Ég vissi ekki af því og fór og athugaði málið. Síðan fór ég á Youtube síðuna með myndbandinu og sá að þúsundir hefðu horft á það, en nokkrum klukkustundum áður höfðu aðeins nokkur hundruð horft á það.“ Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt um málið. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Sjá meira
Ræða móður sem útskýrir hvernig það er að eiga transdóttur fer nú eins og eldur í sinu um netheima. Debi Jackson á sex ára gamla dóttur sem fæddist strákur. Í ræðunni lýsir hún upplifun sinni þegar dóttir hennar bað fyrst um fá bleikan kjól. Áður hafði hún verið „harðgerður strákur með burstaklippingu.“ Hún lýsir því hvernig það var að eiga son sem vildi vera stelpa. Hvernig henni leið í fyrsta sinn þegar hún fékk að fara í kjól í skólann. Viðbrögðin, að sögn Jackson, voru frábær. „Krakkarnir tóku henni vel og kennararnir voru æðislegir.“ En þegar skólasystkin hennar fóru heim og sögðu foreldrum sínum breyttist viðhorf þeirra. „Fordómar fullorðna fólksins höfðu áhrif á þau. Flestir vinir okkar hættu að tala við okkur og við þurftum nánast að vera í felum á meðan hún safnaði hári til þess að líta meira út eins og stelpa.“Vildi fá kjól „Þegar hún var þriggja ára bað hún um að fá prinsessukjól. Við vildum ekki kaupa kjól. Við héldum að hún væri á einhverju skeiði þar sem hana langaði í litríka og glansandi hluti. Og við vildum ekki eyða peningum í eitthvað sem hún hefði áhuga á í viku en fengi svo leið á. En hún hélt áfram að biðja um kjólinn. Og ég komst að því að hún hafði sérstakan áhuga á einum bleikum kjól á leikskólanum. Þannig að við ákváðum loks að fara með hana út í búð og kaupa svoleiðis kjól,“ segir Jackson í ræðunni sinni og heldur áfram: „Þetta stoppaði ekki þarna. Hún vildi alltaf vera í þessum kjól. Upp á dag, upp á mínútu. Hún hélt áfram að biðja um hluti. Hún vildi nýja kjóla, náttkjóla, höfuðbönd, glitrandi bleika skó og á endanum nærföt fyrir stelpur.“ Jackson segir að hún og eiginmaður hennar hafi dregið línuna í sandinn þegar dóttir þeirra fór að biðja um nærföt. „Okkur leið ekki vel með það á þessum tímapunkti,“ útskýrir hún. Hér að neðan má sjá ræðuna.Ýtti á kynfærin Jackson segist svo hafa séð dóttur sína verið að ýta mikið í kynfæri sín. „Ég spurði hana hvað væri að. Ég hélt að hana klæjaði bara. En hún sagði að þau færu í taugarnar á sér og væru fyrir. Hún sagðist ekki vilja hafa þau.“ Jackson segist hafa farið beint á netið, fundið Google-leitarvélina og slegið inn: „Fjögurra ára drengur segist vilja losna við kynfærin sín.“ Jackson segir að listinn sem Google hafi boðið upp á hafi ekki verið langur. „En allar leitarniðurstöðurnar bentu til þess að barnið mitt væri transbarn.“ Þau hjónin pöntuðu tíma hjá lækni sem benti þeim á barnasálfræðing. En áður en þau fengu tíma hjá honum sagði dóttir Jackson: „Mamma, þú veist að ég er stelpa, ég er stelpa að innan.“Vil eiga strák Í ræðunni svarar Jackson nokkrum fordómafullum athugasemdum sem hún hefur orðið fyrir. Margir héldu að hún og maðurinn hennar væru að reyna að hafa áhrif á umræðuna í Bandaríkjunum og tala fyrir auknum réttindum samkynhneigðra (e. Gay agenda). Hún útskýrir í ræðunni að svo sé ekki. Hún sé í raun íhaldsamanneskja sem aðhyllist ströng kristin gildi. Jackson segir einnig að margir hafi kennt henni um; haldið að það væri hún sem vildi dóttur og að hún hafi í raun haft áhrif á barnið sitt, gert son sinn að stelpu. „Ég er skíthrædd við að eiga stelpu í heiminum eins og hann er í dag. Ég myndi miklu frekar vilja hafa það á minni könnu að ala upp góðan strák sem kann að koma vel fram við stelpur, frekar en að ala upp stelpu sem myndi kannski eingöngu vilja vera með slæmum strákum.“ Hún fjallar einnig um baráttuna við trú sína og þá sem halda að transfólk séu syndgarar. Jacskon telur svo ekki vera og bendir á setningar úr Biblíunni sínu máli til stuðnings.Hefur vakið athygliJackson hélt ræðuna fyrir tveimur mánuðum. En í gær birti vefsíðan Huffington Post myndband af ræðunni og þaðan fór hún á flug. Jackson segir í samtali við fréttastofuna KSHB í Kansas að hún hafi ekki búist við þessum viðbrögðum „Ég hélt kannski að fimm til sex hundruð manns myndu sína sögunni okkar áhuga. Þau myndu kannski deila henni með sínum vinum og eitthvað þannig. Ég hélt aldrei að þetta myndi verða svona vinsælt,“ segir hún. Jackson fékk skilaboð frá vini sínum sem sagði henni frá því að hún væri til umfjöllunar á Huffington Post. „Ég vissi ekki af því og fór og athugaði málið. Síðan fór ég á Youtube síðuna með myndbandinu og sá að þúsundir hefðu horft á það, en nokkrum klukkustundum áður höfðu aðeins nokkur hundruð horft á það.“ Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt um málið.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Sjá meira