Innlent

Ísland í dag: Gátum ekki sagt börnunum að þau væru feit

Edda Sif Pálsdóttir skrifar
Systkinin Hrafnhildur og Þorlákur Rafnsbörn þyngdust mikið sem börn og voru fyrir vikið lögð í gróft einelti. Mataræðið var slæmt og því hlóðust kílóin á þrátt fyrir að þau stunduðu bæði íþróttir. Fyrir rúmum þremur árum sló Þorlákur í borðið, fékk foreldra sína til að kaupa brún hrísgrjón í stað franskra kartaflna og í dag eru systkinin rúmum 60 kílóum léttari. Fjallað var um málið á vefsíðunni Hún.is í byrjun mánaðar

   

„Við vorum með mjög slæmt mataræði fyrst og fremst. Okkur fannst mjög gott að borða og hafa kósíkvöld með fullt af nammi. Brauð með remúlaði og osti var uppáhaldið og eggjabrauð með hverju sem er,“ segja systkinin.

Hrafnhildur og Þorlákur Rafnsbörn á sínum yngri árum.
Allt komið frá krökkunum

Rafn Arnar Guðjónsson, faðir krakkanna, segist ekki hafa hugsað sem svo að ástandið væri foreldrunum að kenna en þó kannski undir niðri.

„Maður getur ekki sagt við börnin sín þú ert feit eða feitur, farðu í megrun og svo er ég sjálfur feitur. Það gengur ekki upp.“ Því hafi verið mikilvægt að frumkvæðið væri krakkanna.

 „Í upphafi vorum við eins og hverjir aðrir Íslendingar, keyptum nammi um helgar, remúlaði og sósur. Maður tók ekki eftir því að börnin væru að fitna óeðlilega mikið,“ segir Rafn.


Tengdar fréttir

H&M sýnir íslensku fyrirtæki áhuga

Að geta ekki mátað, þreifað á efninu né séð hvort flíkin klæði þig yfirhöfuð vel er vandamál sem fylgir því að kaupa sér föt á netinu.

Ísland í dag: Halda minningu Ölla á lofti

Rúm fjórtán ár eru liðin síðan einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, Örlygur Aron Sturluson, lést af slysförum aðeins átján ára gamall.

Hljóp 900 kílómetra

René Kujan var sagt að hann myndi örugglega lenda í hjólastól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×