Innlent

„Getur verið óttalegt skítadjobb“

Sindri Sindrason skrifar
Frá árinu 1975 hefur Ásgeir Halldórsson unnið við að hreinsa skólplagnir höfuðborgarbúa. Hann keypti fyrirtæki sitt af Guðmundi Jónssyni nokkrum sem áður vann hjá Nóa Síríus og er því óhætt að segja að sá hafi farið úr sætu í súrt eins og og Ásgeir orðar það sjálfur.

Fjórir synir Ásgeirs hafa allir unnið hjá föður sínum en aðeins einn, Ásgeir Ásgeirsson eða Ási eins og hann er alltaf kallaður, er eftir og mun taka við fyrirtækinu þegar þar að kemur.

Í Íslandi í dag kynnumst við starfi þeirra feðga, kostum og göllum þess og heyrum skemmtilegar sögur af því sem þeir hafa gegnið í gegnum um tíðina og er óhætt að segja að vinnan sé ekki fyrir alla, bara þá allra hörðustu.


Tengdar fréttir

Ísland í dag: Halda minningu Ölla á lofti

Rúm fjórtán ár eru liðin síðan einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, Örlygur Aron Sturluson, lést af slysförum aðeins átján ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×