Innlent

Hljóp 900 kílómetra

Sindri Sindrason skrifar
Rene ásamt félaga sínum David Cysař.
Rene ásamt félaga sínum David Cysař. Mynd/David Cysař.
Tékkinn René Kujan er hér á landi í sjöunda sinn en hann elskar að hlaupa um landið okkar. René hljóp á dögunum frá Gerpi, sem er austasti punktur landsins og endaði á Bjargtanga við Látrabjarg en leiðin er rúmlega 900 kílómetrar.

Þetta gerði hann með kerru á þremur hjólum, algjörlega aleinn. Hann kann vel við sig hér á landi en viðurkennir þó að veðrið hjálpi ekki til við að gera erfiða ferð auðveldari. René lenti í alvarlegu bílslysi fyrir nokkrum árum og var heppinn að sleppa lifandi.

René Kujan var sagt að hann myndi örugglega lenda í hjólastól, en með réttri  og góðri meðhöndlum tókst honum að komast af stað aftur og hét því að láta gott af sér leiða. Við hittum þennan ótrúlega mann í Íslandi í dag í kvöld og heyrum sögu hans.

Þátturinn er eins og alltaf í opinni dagskrá klukkan 18:55, strax að loknum fréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×