Innlent

Nýr sveitarstjóri Flóahrepps

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eydís Þ. Indriðadóttir, nýr sveitarstjóri Flóahrepps.
Eydís Þ. Indriðadóttir, nýr sveitarstjóri Flóahrepps.
Eydís Þ. Indriðadóttir hefur verið ráðinn sveitarstjóri Flóahrepps frá og með 1. ágúst n.k. úr hópi 38 umsækjenda. Eydís var oddviti Ásahrepps á síðsta kjörtímabili og er búsett í Laufási í því sveitarfélagi.

Eydís hefur setið í skipulagsnefndum, skólanefndum, verið formaður Mennta- og menningarnefndar Suðurlands og átt sæti í stjórn Samtaka Orkusveitarfélaga á Íslandi.

Hún er menntaður kennari og er með M.Sc. gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Flóahreppur er 290 km² að stærð og búa 640 manns í því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×