Erlent

Yfir fjögur þúsund börn í hernaði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Sameinuðu þjóðirnar segja meira en fjögur þúsund börn hafa verið notuð í hernaði í fyrra. Í skýrslu sem birt var í dag segir að þúsundir í viðbót hafi gengið í heri og lið uppreisnarmanna víðsvegar um heiminn.

Þá segir í þessari árlegu skýrslu að aðilar sem þvinga börn í hernað komist iðulega upp með það.

Í skýrslunni er listi yfir átta stjórnvöld og 51 hóp vígamanna sem beita börnum í hernaði, myrða, særa eða brjóta kynferðislega gegn börnum í stríðsátökum og ráðast á skóla og sjúkrahús.

Fjórir hópar bættust á listann þetta árið og þar á meðal ISIS og Varnarher Kúrda. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði Boko Haram samtökin í Nígeríu fremja grafalvarlegt ofbeldi gagnvart börnum.

Verst er ástandið í Afríku þar sem börn eru víða notuð í hernaði. Þá í löndum eins og Súdan, Sómalíu og Kongó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×