Fótbolti

Teitur: "Hálfgerður mýrarbolti" | Myndir

Anton Ingi Leifsson skrifar
KA-völlurinn í dag.
KA-völlurinn í dag. mynd/teitur
Veðrið á N1 mótinu á Akureyri hefur ekki verið gott í dag, en það versnaði mikið í nótt.

Framan af móti hafði veðrið ekki verið svo slæmt, en í nótt versnaði það mikið. Mikið er um polla á völlunum og mikill vindur er á svæðinu.

Nokkra leiki hefur þurft að slá af vegna veðurs og Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvíkur í körfubolta, er á svæðinu.

„Jörðin hætti bara að taka við vatninu og mikið var um polla. Mikill kuldi var einnig á svæðinu og vellirnir allir orðnir rennandi blautir," sagði Teitur.

„Það hefur verið fínt veður á mótinu, en bara smá rigning og tíu til ellefu stiga hiti. Það hefur greinilega byrjað að rigna snemma í nótt og hvesst mikið. Auglýsingaskilti voru kominn á flug og annað.

„Þeir létu ekki veðrið á sig fá þessar hetjur og voru mættir út að spila klukkan 8 í morgun," og aðspurður hvort þetta væri mýrabolti á Akureyri svaraði Teitur:

„Já, það mætti segja að þetta væri hálfgerður mýrabolti á Akureyri," sagði Teitur við Vísi.

visir/henry



Fleiri fréttir

Sjá meira


×