Innlent

Hæg umferð í Kömbum næstu tvær vikur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Vilhelm
Klukkan tíu í morgun var umferð á Suðurlandsvegi í Kömbum flutt á hjáleið sem búin hefur verið til ofan við neðstu beygjuna vegna vinnu við undirgöng. Verður svo háttað næstu tvær vikur.

Leyfður ökuhraði verður jafnframt færður niður í 50 km/klst. Búast má við töfum vegna þessa að því er lögreglan greinir frá.  Ökumenn eru hvattir til að gæta varúðar og virða merkingar vegna framkvæmdanna til að umferð geti gengið slysalaust fyrir sig.

Þá mun malbikunarflokkur vinna að malbikun Suðurlandsvegar austan við Selfoss í vikunni.  Önnur akrein þar verður lokuð og hleypt á til skiptis til austurs og vesturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×