Innlent

Lækkun tóbaksgjalds skilaði sér illa til neytenda

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Ný lög sem leiddu til lækkunar á tóbaksgjaldi, áfengisgjaldi, bensín- og olíugjaldi tóku gildi þann 1. júní síðastliðinn. Á heimasíðu Neytendasamtakanna segir að tilgangurinn hafi verið að lækka verð til neytenda.

 

Neytendasamtökin lýstu áhyggjum af því að lækkunin myndi ekki skila sér til neytenda, í umsögn um frumvarpið. Sérstaklega átti það við áfengi á veitinga- og skemmtistöðum og tóbaki.

Fyrispurnir voru sendar til 10-11, Aktu taktur, Fjarðarkaups, Hagkaupa, Iceland, Krónunnar, N1, Nótatúns, Olís, Samkaupa og Skeljungs. Spurt var hvað verð sígarettupakka hafi verið þann 15. maí annars vegar og hins vegar 1. júlí.

„Það vakti nokkra athygli, og jafnvel undrun, að þrír þessara aðila, Hagkaup, N1 og Olís, virtust ekki hafa vitað af umræddri lagabreytingu og verðlækkun og einhverjum þeirra kom hún beinlínis á óvart. Allir þessir aðilar fögnuðu þó erindi samtakanna og lækkuðu verð í kjölfarið, Olís um 5 kr. en Hagkaup og N1 um 10 kr.“

Þá höfðu fimm aðilar, 10-11, Aktu taktu, Fjarðarkaup, Iceland og Skeljungur, ekki lækkað verðið. „og varð ekki ráðið af svörum þeirra að þeir hefðu það í huga. Rétt er þó að taka fram að Fjarðarkaup og Iceland virðast heldur ekki hafa hækkað verð í tengslum við hækkun á tóbaksgjaldi um síðustu áramót.“

Aðeins tveir aðilar af tíu höfðu lækkað verð á sama tíma og verðlækkun ÁTVR átti sér stað.

„Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að þegar ríkið dregur úr álögum sínum á einstökum vörum skili það sér til neytenda, en ekki smásala, sér í lagi þegar tilgangurinn er að draga úr verðlagsáhrifum og halda þeim innan verðbólgumarkmiða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×