Innlent

Heitum pottum stolið í Mosfellsbæ

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Hreiðar Reyr
Tveimur heitum pottum var stolið frá Á. Óskarssyni ehf í Mosfellsbæ aðfaranótt síðastliðins sunnudags.

„Þjófarnir hafa þurft að hafa talsvert fyrir þessu því pottarnir voru kyrfilega fastir á pallettu og hafa þeir þurft að rífa frá þeim trégrind sem var byggð yfir þá,“ segir Heiðar Reyr Ágústsson, framkvæmdastjóri Á. Óskarssonar.

Pottarnir eru báðir sægrænir á litinn af gerðinni Esja. Sjá má pott af sömu tegund á meðfylgjandi mynd.

„Við bjóðum fundarlaun ef einhver getur komið til okkar upplýsingum sem leiða til þess að pottarnir finnast,“ segir Hreiðar.

Hafa má samband við Á. Óskarsson í síma 566-6600, eða við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×