Innlent

Lúða sem fæðir brúðkaup af stærstu gerð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Fiskikóngurinn
168 kg lúða var veidd á handfæri af bátnum Sævar Sf 272 austur á Hornafirði. Fiskikóngurinn keypti hana á fiskmarkaðinum í gær.

Fiskikóngurinn segir þetta vera stærstu lúðu sem hann hafi fengið í hús til sín. Telur hann að lúðan nægi til að metta 404 menn sé miðað við 60 prósenta nýtingu á fisknum og allir fái 250 grömm af fiski að borða.

„Það má fæða alla gesti í brúðkaupi af stærstu gerð,“ segir í tilkynningu frá Kristjáni Berg, framkvæmdastjóra Fiskikóngsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×