Fótbolti

Scolari: Munum spila fyrir Neymar

Scolari faðmar Neymar.
Scolari faðmar Neymar. vísir/getty
Það er mikil spenna fyrir leik Brasilíu og Þýskalands í undanúrslitum HM sem fram fer í kvöld.

Brasilía verður án sinnar stjörnu, Neymar, sem meiddist í leiknum gegn Kólumbíu í átta liða úrslitum keppninnar. Þjálfari liðsins, Luiz Felipe Scolari, segir að liðið geti vel gert það gott án Neymar.

„Neymar er búinn að skila sínu og nú er komið að öðrum að stíga upp. Við erum búnir að sætta okkur við stöðuna eins og hún er og hugsum nú um aðra hluti," sagði Scolari.

„Í þessum leik erum við ekki bara að spila fyrir okkur sjálfa og okkar drauma. Við erum líka að spila fyrir Neymar út af öllu sem hann hefur gert fyrir okkur."

Brasilía verður einnig án fyrirliða síns, Thiago Silva, sem er í leikbanni.


Tengdar fréttir

Neymar hélt að hann væri lamaður

Þjálfari brasilíska landsliðsins, Luiz Felipe Scolari, segir að stjarna liðsins, Neymar, hafi verið hræddur um að vera lamaður er hann meiddist í leiknum gegn Kólumbíu á föstudag.

Læknir Brasilíumanna segir að Neymar verði ekki meira með á HM

Læknir brasilíska landsliðsins í fótbolta staðfesti í kvöld að Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, verði ekki meira með á HM í fótbolta í Brasilíu en framherjinn snjalli meiddist á baki í kvöld í 2-1 sigri Brasilíu á Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×