Innlent

Kvartað undan garðslætti að nóttu til

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Snemma í morgun, utan hefðbundins fótaferðartíma hringdi íbúi á höfuðborgarsvæðinu í lögreglu og kvartaði undan hávaða frá sláttuvél. Lögreglan segir garðslátt að næturlagi vera afleita hugmynd og slíkt endi gjarnan með afskiptum lögreglu.

„Það er árviss viðburður að lögreglu berist tilkynningar um garðslátt á ókristilegum tíma. Þetta sumar er engin undantekning í þeim efnum,“ segir í tilkynningu á vef lögreglunnar.

„Af því tilefni er rétt að rifja upp þá ágætu og almennu reglu hvað varðar garðslátt í íbúðabyggð, en hún er sú að óviðeigandi er slá blettinn mjög snemma á morgnana eða seint á kvöldin.“

Lögreglan vekur athygli á 4. grein lögreglusamþykktar. Þar segir meðal annars að bannað sé að hafa nokkuð að, sem veldur ónæði eða raskar næturró manna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að hafa það ávallt hugfast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×