Skyndihjálparkunnáttan brást ekki þegar á hólminn var komið Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2014 12:06 Elín H. Gísladóttir, Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar. „Þetta gekk allt saman mjög vel fyrir sig, í raun eins vel og hugsast getur,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar um björgun mannsins sem varð meðvitundarlaus í lauginni í liðinni viku. Talið er að maðurinn, sem er á níræðisaldri, hafi fengið hjartastopp meðan hann synti í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gagnráð. Hann missti meðvitund en talið er að hann hafi ekki verið lengi undir yfirborðinu. Elín segir að snarræði viðstaddra hafi skipt sköpum í að ekki fór verr en raun bar vitni. Maðurinn er nú á batavegi og ekki lengur á gjörgæsludeild. Það hafi þó tekið á alla viðstadda að fylgjast með björgunartilraununum. „Það er alltaf óhugnanlegt að þurfa að hnoða og blása, sérstaklega í tilviki eins og þessu þegar blóðvökvi vall upp úr manninum. En við gátum ekki látið það á okkur fá og fórum samt munn í munn,“ bætir Elín við. Hún segir að viðstaddir hafi fengið grunnáfallahjálp eftir að búið var að flytja manninn á Fjórðungssjúkrahúsið og að komið hafi til tals að veita frekar aðhlynningu til handa þeim sem urðu vitni að hinum voveiflega atburði. „Enda er eðlilegt að fólk sé skelkað eftir svona atburð og ég vona að allir, jafnt mitt fólk sem og aðstandendur mannsins, jafni sig sem fyrst.“ Elín segir að næsta mál á dagskrá verði að yfirfara aðstöðuna í sundlauginni og skyndihjálparkunnáttu starfsfólksins með það að markmiði að athuga hvort og hvar eitthvað sé ábótavant. Hún ber skyndihjálparnámskeiðum vel söguna og segir að gaman sé að sjá að þau hafi skilað sér í kunnáttu sem komið hafði að gagni á ögurstundu. „Maður getur aldrei verið viss um að sú þekking sem maður öðlast á skyndihjálparnámskeiðum skili sér þegar á hólminn er kominn og maður missi ekki einbeitinguna í hita leiksins. Því var ánægjulegt að sjá að allir brugðust hárrétt við og notuðu einmitt handtökin sem við höfum lært. Einhvers staðar „þarna á bak við“ var þekkingin eftir allt saman,“ segir Elín H. Gísladóttir, stolt af sínu fólki. Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 „Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir“ Hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar á dögunum. 7. júlí 2014 10:47 Kominn úr öndunarvél Maðurinn er á níræðisaldri og fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugar Akureyrar í liðinni viku. 8. júlí 2014 09:51 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Þetta gekk allt saman mjög vel fyrir sig, í raun eins vel og hugsast getur,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar um björgun mannsins sem varð meðvitundarlaus í lauginni í liðinni viku. Talið er að maðurinn, sem er á níræðisaldri, hafi fengið hjartastopp meðan hann synti í lauginni en hann er hjartasjúklingur með gagnráð. Hann missti meðvitund en talið er að hann hafi ekki verið lengi undir yfirborðinu. Elín segir að snarræði viðstaddra hafi skipt sköpum í að ekki fór verr en raun bar vitni. Maðurinn er nú á batavegi og ekki lengur á gjörgæsludeild. Það hafi þó tekið á alla viðstadda að fylgjast með björgunartilraununum. „Það er alltaf óhugnanlegt að þurfa að hnoða og blása, sérstaklega í tilviki eins og þessu þegar blóðvökvi vall upp úr manninum. En við gátum ekki látið það á okkur fá og fórum samt munn í munn,“ bætir Elín við. Hún segir að viðstaddir hafi fengið grunnáfallahjálp eftir að búið var að flytja manninn á Fjórðungssjúkrahúsið og að komið hafi til tals að veita frekar aðhlynningu til handa þeim sem urðu vitni að hinum voveiflega atburði. „Enda er eðlilegt að fólk sé skelkað eftir svona atburð og ég vona að allir, jafnt mitt fólk sem og aðstandendur mannsins, jafni sig sem fyrst.“ Elín segir að næsta mál á dagskrá verði að yfirfara aðstöðuna í sundlauginni og skyndihjálparkunnáttu starfsfólksins með það að markmiði að athuga hvort og hvar eitthvað sé ábótavant. Hún ber skyndihjálparnámskeiðum vel söguna og segir að gaman sé að sjá að þau hafi skilað sér í kunnáttu sem komið hafði að gagni á ögurstundu. „Maður getur aldrei verið viss um að sú þekking sem maður öðlast á skyndihjálparnámskeiðum skili sér þegar á hólminn er kominn og maður missi ekki einbeitinguna í hita leiksins. Því var ánægjulegt að sjá að allir brugðust hárrétt við og notuðu einmitt handtökin sem við höfum lært. Einhvers staðar „þarna á bak við“ var þekkingin eftir allt saman,“ segir Elín H. Gísladóttir, stolt af sínu fólki.
Tengdar fréttir Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27 „Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir“ Hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar á dögunum. 7. júlí 2014 10:47 Kominn úr öndunarvél Maðurinn er á níræðisaldri og fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugar Akureyrar í liðinni viku. 8. júlí 2014 09:51 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugarinnar Maður á níræðisaldri missti meðvitund í Sundlaug Akureyrar um áttaleytið í morgun. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. 3. júlí 2014 11:27
„Vonandi sýnir þetta slys að við erum ekki bara fyrir“ Hin fimmtán ára Nanna Björk Barkardóttir dró meðvitundarlausan mann á níræðisaldri upp af botni sundlaugar Akureyrar á dögunum. 7. júlí 2014 10:47
Kominn úr öndunarvél Maðurinn er á níræðisaldri og fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugar Akureyrar í liðinni viku. 8. júlí 2014 09:51