Innlent

Kominn úr öndunarvél

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn var á sundi á sjöttu braut þegar hann missti meðvitund.
Maðurinn var á sundi á sjöttu braut þegar hann missti meðvitund. MYND/HEIMASÍÐA AKUREYRAR
Maðurinn, sem fékk hjartastopp í sundlaug Akureyrar í liðinni viku, er kominn úr öndunarvél og samkvæmt upplýsingum frá Fjórðungssjúkrahúsinu er „allt á réttri leið“.

Maðurinn er á níræðisaldri og fannst meðvitundarlaus á botni laugarinnar. Hann var dreginn upp á bakkann þar sem framkvæmdar voru endurlífgunartilraunir frá fyrstu mínútu áður en hann var fluttur á sjúkrahúsið í bænum.

Talið er að snarræði unglinganna í Sundfélaginu Óðni hafi skipt sköpum í því að ekki fór verr en raun bar vitni.

Maðurinn er enn á gjörgæsludeild en hann verður líklega færður á legudeild „mjög fljótlega“.


Tengdar fréttir

Líðan mannsins óbreytt

Maðurinn sem fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugar Akureyrar er enn haldið sofandi á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×