Fótbolti

De Jong hefur lokið leik á Heimsmeistaramótinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
De Jong kemur meiddur af velli.
De Jong kemur meiddur af velli.
Louis Van Gaal gerir ráð fyrir að þátttöku Nigel De Jong sé lokið á Heimsmeistaramótinu eftir að miðjumaðurinn þurfti að fara meiddur af velli í upphafi leiks Hollands og Mexíkó á laugardaginn.

De Jong tognaði í nára og þurfti að fara af velli eftir aðeins tíu mínútna leik.

De Jong var einn af betri leikmönnum liðsins í riðlakeppninni og veitti vörn Hollands mikilvæga aðstoð sem aftasti miðjumaður. Mun hann missa af leiknum gegn Kosta Ríka í 8-liða úrslitum en Van Gaal óttast að hann muni ekki leika annan leik á mótinu.

„Ég þurfti að skipta honum af velli, þetta voru slæm meiðsli og ég óttast að þátttöku hans á mótinu sé lokið. Hann er einn mikilvægasti leikmaður liðsins og þetta er gríðarlegur missir fyrir hollenska liðið,“ sagði Van Gaal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×