Erlent

Björguðu Mikka Mús

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sjálfboðaliðarnir á björgunarbátnum með feng sinn.
Sjálfboðaliðarnir á björgunarbátnum með feng sinn. Mynd/RNLI
Starfsmenn breska björgunarbátafélagsins brugðust í gær við ábendingum borgara í bænum Dun Laoghaire nærri Dublin á Írlandi sem töldu sig hafa séð svifvæng fara í sjóinn.

Betur fór en á horfðist því það sem fólkið taldi vera svifvæng reyndist vera gasblaðra með andliti frægustu músar í heimi, Mikka.

Íslenskir kollegar sjálfboðaliðanna á Írlandi brugðust við svipuðu útkalli á Álftanesi á síðustu viku þegar tvær gasblöðrur voru sem betur fer það eina sem hafnaði í sjónum.


Tengdar fréttir

Lögreglan heldur áfram að skrifa um gullfiskinn Nemó

„Eigandi blaðranna var þriggja ára stúlka af Álftanesi. Hafði hún fengið Hello Kitty blöðruna á 17. júní sem hafði lifað góðu lífi fram á fimmtudag. Nemó blaðran hafði verið hengd á leiði systur hennar þennan sama dag. Í lok dagsins fannst fjölskyldunni tilvalið að sameina blöðrurnar og voru sólgleraugu þeirrar stuttu notuð til að halda þeim niðri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×