Innlent

Leit hætt við Álftanes

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/Arnþór
Uppfært: 19:30

Leit hefur nú verið hætt undan ströndum Álftanes að svifvæng sem talið var að hafi farið í sjóinn um klukkan 18 í dag.

Ekkert fannst í sjónum og því var dregin sú ályktun að um missýn vitnis hafi verið að ræða.

Í samtali við Vísi segir starfsmaður slökkviliðsins að þetta sé ekki fyrsta málið sem kemur upp af svipuðum toga en einnig var tilkynnt um hvarf svifvængs fyrir rúmu ári síðan.

Þá hafi ekkert komið úr leitinni, rétt eins og nú.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að kafarar hafi einnig verið kallaðar á vettvang. Eftir mikla leit hafi þó hvorki tangur né tetur fundist af títtnefndum svifvæng - einungis tvær helíumblöðrur sem búið er að flytja í land.



Klukkan 18:30

Víðtækar aðgerðir standa nú yfir undan ströndum Álftaness en lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningamenn og Landhelgisgæslan standa að aðgerðunum.

Tilkynnt var um að svifvængur (e. Paraglider) hefði farið í sjóinn og stendur nú leit yfir að þeim sem stýrði honum.

Þrír lögreglubílar, tveir leitarbátar, tveir sjúkrabílar og þyrla landhelgisgæslunnar eru á vettvangi en ekki er vitað meira að svo stöddu.

Lögreglan, slökkvilið, björgunarsveitir og Landhelgisgæslan hafa neitað að tjá sig við Vísi um málið.

Veist þú meira? Sendu okkur skeyti á ritstjorn@visir.is

VISIR/ARNþór
VÍSIR/ARNÞÓR
VÍSIR/ARNÞÓR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×