Fótbolti

Viðræður við Olympiakos sigldu í strand

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Finnbogason virðist á leið til Spánar eftir að ljóst varð að Olympiakos náði ekki samkomulagi við lið hans, Heerenven.

Alfreð mun hafa komist að samkomulagi sjálfur um kaup og kjör við spænska úrvalsdeildarfélagið Real Sociedad en félögin sjálf eiga enn eftir ganga frá samningi.

Gríska liðið Olympiakos hefur lengi verið áhugasamt um Alfreð og gerði tilboð í síðasta mánuði sem var hafnað. Viðræður hófust svo að nýju en þegar ljóst var að Grikkirnir vildu ekki greiða meira en sex milljónir evra fyrir kappann var þeim hætt.

Þetta var fullyrt í belgískum fjölmiðlum í vikunni samningur Alfreðs við Heerenveen rennur út næsta sumar. Hann hefur einnig verið orðaður við Augsburg, Werder Bremen, Roma og félög í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×