Erlent

Obama tryggir samkynhneigðum rétt til fjölskyldu- og sjúkraorlofa

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Obama hvetur samkynhneigða til þess að halda áfram baráttunni um jafnrétti.
Obama hvetur samkynhneigða til þess að halda áfram baráttunni um jafnrétti. Mynd/AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst innleiða reglu á morgun sem tryggir pörum af sama kyni öll þau réttindi sem kveðið er á um í lögum um fjölskyldu- og sjúkraorlof. Huffington Post greinir frá.

Reglan mun gilda í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna en hún gildir nú aðeins í þeim ríkjum þar sem hjónaband samkynhneigðra hefur verið leitt í lög. Hefur forsetinn beint þeim tilmælum sérstaklega til atvinnuráðuneytisins í landinu að reglan muni einnig gilda í ríkjum þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki lögleg.

Lög um fjölskyldu- og sjúkraorlof gefa starfsmönnum færi á að taka sér ólaunað frí úr vinnu vegna fjölskyldunnar, veikinda eða slysa án þess að eiga á hættu að missa vinnuna.    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×