Erlent

Fréttamenn Al-Jazeera dæmdir í sjö ára fangelsi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Peter Greste, verðlaunaður fréttamaður Al-Jazeera's, í rammgerðri vitnastúku herdómstóls í Egyptalandi.
Peter Greste, verðlaunaður fréttamaður Al-Jazeera's, í rammgerðri vitnastúku herdómstóls í Egyptalandi. ap
Dómstóll í Egyptalandi dæmdi í dag þrjá fréttamenn Al-Jazeera stöðvarinnar í sjö ára fangelsi en þeir eru sakaðir eru um að dreifa áróðri og styðja Múslímska bræðralagið.

Mál þeirra hefur vakið mikla athygli en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt meðferðina á mönnunum harðlega. Þá hefur forsætisráðherra Ástralíu, Tony Abbot, blandað sér í málið og biðlað til stjórnvalda í Egyptalandi að einum þeirra, Peter Greste, verði sleppt en hann er Ástrali.

Saksóknarar fór hinsvegar fram á að mennirnir yrðu dæmdir í 15 til 25 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×