Erlent

Slökkvilið bjargar skiptinema úr risapíku

Bjarki Ármannsson skrifar
Slökkviliðið að störfum.
Slökkviliðið að störfum. Mynd/Erik Guzman
22 slökkviliðsmenn þurfti til þegar ónefndur bandarískur skiptinemi festi neðri hluta líkama síns í stórum skúlptúr af vagínu fyrir utan háskólann í Tübingen í Þýskalandi á föstudag.

Líkt og The Guardian bendir á, er þetta í annað skiptið á stuttum tíma sem karlmaður festist í stórri rifu í suðurhluta Þýskalands með þeim afleiðingum að fjölmennt teymi manna þarf til að ná honum út. Ólíkt tilfelli þýska hallakönnuðarins Johann Westhauser, sem sat fastur í dýpsta helli landsins í tólf tíma, fylgir hins vegar ekki sögunni hvernig skiptineminn skömmustulegi fór að því að festast í listaverkinu.

Skúlptúrinn ber nafnið Chacán-Pi og er eftir perúskan listamann að nafni Fernando de la Jara. Bæjarstjóri Lübingen segir í samtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung að honum kæmi ekki til hugar hvernig neminn hefði getað farið að því að festast.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×