Erlent

Slasaður í helli dögum saman

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Björgunaraðgerðir Búast má við að það taki nokkra daga að ná manninum út úr þröngum ranghölum hellakerfisins.fréttablaðið/AP
Björgunaraðgerðir Búast má við að það taki nokkra daga að ná manninum út úr þröngum ranghölum hellakerfisins.fréttablaðið/AP
Tveir læknar segja að þýski hellakönnuðurinn Johann Westhauser, sem hefur legið slasaður djúpt í helli í Þýskalandi síðan á sunnudag, sé nægilega hraustur til þess að hægt verði að ná honum út úr hellinum.

Hins vegar mun það taka nokkra daga að flytja Westhauser út undir bert loft, því hann var kominn djúpt niður í hellakerfi Riesending-hellanna, sem eru skammt frá landamærum Austurríkis, þegar hann slasaðist á höfði í grjóthruni.

Það tók læknana nokkra daga að komast að honum, en þeir vinna nú að því að búa hann undir flutning. Ranghalar hellakerfisins eru víða þröngir og svo þarf að hífa hinn slasaða á nokkrum stöðum upp lóðrétt göng, enda var hann kominn niður á þúsund metra dýpi þegar hann slasaðist.

Westhauser, sem er 52 ára, var í fylgd tveggja hellakönnuða. Annar beið hjá honum á meðan hinn fór til að tilkynna um slysið. Það tók hann 12 klukkustundir að komast út úr hellunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×