Erlent

Lögðu hald á tvö tonn af heróíni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Grískur fíkniefnaneytandi sprautar sig með heróíni á götum Aþenu.
Grískur fíkniefnaneytandi sprautar sig með heróíni á götum Aþenu. VISIR/AFP
Grísk hafnaryfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu haft hendur í hári 11 Tógómanna sem hugðust smygla tveimur tonnum af heróíni til landsins.

Samkvæmt heimildum The Guardian er þetta mesta magn sem handlagt hefur verið af efninu í einni lögregluaðgerð í sögunni. Aðgerðin var tvískipt, á sunnudag gerðu yfirvöld í Aþenu 987 kíló af heróini upptæk á flutningaskipi sem lá við landfestar í Elefsinu og fyrr í vikunni réðust þau inn í vörugeymslu í Aþenu þar sem fannst rúmt tonn af efninu.

Ekki er vitað að svo stöddu hvaðan heróínið er upprunnið. Hafnaryfirvöld í landinu telja að flutningskipið Noor One hafi flutt bæði hlössin til landsinsen skipið hafði siglt í gegnum Oman og Pakistan áður en það kom að höfn í Grikklandi.

Þeir sem handteknir voru verða leiddir fyrir gríska dómstóla nú í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×