Erlent

Kona sem sýknuð var í Súdan í gær handtekin á ný

Bjarki Ármannsson skrifar
Ibrahim ásamt fjölskyldunni sinni eftir að hún var látin laus í gær.
Ibrahim ásamt fjölskyldunni sinni eftir að hún var látin laus í gær. Nordicphotos/AFP
Súdönsk kona sem hlaut dauðadóm fyrir trúvillu en var sleppt úr fangelsi í gær hefur verið handtekin aftur við að reyna að yfirgefa landið. Þetta fullyrða heimildir BBC.

Meriam Ibrahim var dæmd til dauða í síðasta mánuði fyrir að snúa baki við íslamstrú, en hún segist líta á sig sem kristna konu. Dómurinn vakti hörð viðbrögð víða um heim, ekki síst í ljósi þess að Ibrahim var þunguð og komin átta mánuði á leið þegar dómurinn féll.

Í gær var sagt frá því að hún hefði verið sýknuð í hæstarétti landsins og að hún hugsaði sér að halda til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni. Vitni greina frá því að um fjörutíu öryggisverðir hafi stöðvað hana, ásamt manni sínum og börnum þeirra tveimur, á flugvellinum í Khartoum og að þau séu nú í haldi þar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×