Erlent

Dauðadómur fyrir trúvillu dreginn til baka í Súdan

Bjarki Ármannsson skrifar
Ibrahim ásamt börnum sínum tveimur.
Ibrahim ásamt börnum sínum tveimur. Vísir/AP
Konu í Súdan sem hlaut dauðadóm fyrir trúvillu í síðasta mánuði hefur verið sleppt úr fangelsi. Dómurinn vakti hörð viðbrögð mannréttindasamtaka á sínum tíma, meðal annars vegna þess að konan var ófrísk og komin átta mánuði á leið.

BBC fullyrðir að dauðadómurinn hafi verið dreginn til baka í hæstaréttiMeriam Yehya Ibrahim var sakfelld fyrir að hafa snúið baki við íslamstrú, en hún segist líta á sig sem kristna konu.

Refsingin við trúvillu í Súdan er henging  en Ibrahim var einnig  dæmd til að þola fjölda svipuhögga fyrir hórdóm. Hjónaband hennar og kristins manns er ekki dæmt gilt samkvæmt lögum í landinu.

„Við erum mjög, mjög ánægð með þetta,“ segir lögmaður hennar í samtali við BBC. „Henni hefur verið sleppt og hún er á leið heim.“

Ibrahim hefur dvalið í fangelsi frá því í febrúar ásamt tæplega tveggja ára syni sínum. Hún fæddi auk þess dóttur stuttu eftir að dauðadómurinn var kvaddur upp.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×