Aron og félagar áfram þrátt fyrir tap Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2014 15:05 Thomas Müller fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Þýskaland vann Bandaríkin, 1-0, í lokaumferð G-riðils á HM 2014 í fótbolta í dag, en sigurinn tryggði Þjóðverjum efsta sæti riðilsins. Þýska liðið var mun betri aðilinn í dag og sótti án afláts. Því tókst þó ekki að skora fyrr en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það gerði Thomas Müller með glæsilegu innanfótarskoti fyrir utan teig en TimHoward, markvörður Bandaríkjanna, sló skalla PerMertesackers til Müllers. Árangurs Müllers á heimsmeistaramótum er orðinn alveg hreint lygilegur en hann er nú búinn að skora níu mörk á tæpum tveimur mótum. Hann varð markahæstur í Suður-Afríku fyrir fjórum árum þar sem hann skoraði fimm mörk, en nú er hann búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Þrjú skoraði hann á móti Portúgal í fyrstu umferðinni. Brasilíski Ronaldo og Þjóðverjinn MiroslavKlose eru markahæstir í sögu lokakeppni HM með 15 mörk, en það er ekki útilokað að Müller bæti það áður en ferlinum lýkur. Hann er ekki nema 24 ára gamall. Þrátt fyrir tapið komast Bandaríkin áfram í 16 liða úrslitin því CristianoRonaldo og félagar í Portúgal gerðu þeim greiða og unnu Gana í hinum leik riðilsins, 2-1. Í stöðunni 1-1 í þeim leik þurfti Gana aðeins eitt mark til að komast áfram á meðan Þýskaland var að vinna Bandaríkin. Kanarnir geta þakkað Cristiano Ronaldo sérstaklega, en hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Annan leikinn í röð kom AronJóhannsson ekkert við sögu. Því miður önnur fýluferð fyrir fjölskyldu Arons og vini sem voru mættir á völlinn í Recife. Það er vonandi að hann komi við sögu í 16 liða úrslitum. Bandaríkin mæta Belgíu í 16 liða úrslitum. Leikurinn fer fram í salvador 1. júlí, en Þjóðverjar mæta liðinu sem lendir í öðru sæti í H-riðli. Það geta enn orðið fjögur lið; Belgía, Rússland, Alsír og Suður-Kórea.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Þýskaland vann Bandaríkin, 1-0, í lokaumferð G-riðils á HM 2014 í fótbolta í dag, en sigurinn tryggði Þjóðverjum efsta sæti riðilsins. Þýska liðið var mun betri aðilinn í dag og sótti án afláts. Því tókst þó ekki að skora fyrr en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það gerði Thomas Müller með glæsilegu innanfótarskoti fyrir utan teig en TimHoward, markvörður Bandaríkjanna, sló skalla PerMertesackers til Müllers. Árangurs Müllers á heimsmeistaramótum er orðinn alveg hreint lygilegur en hann er nú búinn að skora níu mörk á tæpum tveimur mótum. Hann varð markahæstur í Suður-Afríku fyrir fjórum árum þar sem hann skoraði fimm mörk, en nú er hann búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Þrjú skoraði hann á móti Portúgal í fyrstu umferðinni. Brasilíski Ronaldo og Þjóðverjinn MiroslavKlose eru markahæstir í sögu lokakeppni HM með 15 mörk, en það er ekki útilokað að Müller bæti það áður en ferlinum lýkur. Hann er ekki nema 24 ára gamall. Þrátt fyrir tapið komast Bandaríkin áfram í 16 liða úrslitin því CristianoRonaldo og félagar í Portúgal gerðu þeim greiða og unnu Gana í hinum leik riðilsins, 2-1. Í stöðunni 1-1 í þeim leik þurfti Gana aðeins eitt mark til að komast áfram á meðan Þýskaland var að vinna Bandaríkin. Kanarnir geta þakkað Cristiano Ronaldo sérstaklega, en hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Annan leikinn í röð kom AronJóhannsson ekkert við sögu. Því miður önnur fýluferð fyrir fjölskyldu Arons og vini sem voru mættir á völlinn í Recife. Það er vonandi að hann komi við sögu í 16 liða úrslitum. Bandaríkin mæta Belgíu í 16 liða úrslitum. Leikurinn fer fram í salvador 1. júlí, en Þjóðverjar mæta liðinu sem lendir í öðru sæti í H-riðli. Það geta enn orðið fjögur lið; Belgía, Rússland, Alsír og Suður-Kórea.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira