Aron og félagar áfram þrátt fyrir tap Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2014 15:05 Thomas Müller fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Þýskaland vann Bandaríkin, 1-0, í lokaumferð G-riðils á HM 2014 í fótbolta í dag, en sigurinn tryggði Þjóðverjum efsta sæti riðilsins. Þýska liðið var mun betri aðilinn í dag og sótti án afláts. Því tókst þó ekki að skora fyrr en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það gerði Thomas Müller með glæsilegu innanfótarskoti fyrir utan teig en TimHoward, markvörður Bandaríkjanna, sló skalla PerMertesackers til Müllers. Árangurs Müllers á heimsmeistaramótum er orðinn alveg hreint lygilegur en hann er nú búinn að skora níu mörk á tæpum tveimur mótum. Hann varð markahæstur í Suður-Afríku fyrir fjórum árum þar sem hann skoraði fimm mörk, en nú er hann búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Þrjú skoraði hann á móti Portúgal í fyrstu umferðinni. Brasilíski Ronaldo og Þjóðverjinn MiroslavKlose eru markahæstir í sögu lokakeppni HM með 15 mörk, en það er ekki útilokað að Müller bæti það áður en ferlinum lýkur. Hann er ekki nema 24 ára gamall. Þrátt fyrir tapið komast Bandaríkin áfram í 16 liða úrslitin því CristianoRonaldo og félagar í Portúgal gerðu þeim greiða og unnu Gana í hinum leik riðilsins, 2-1. Í stöðunni 1-1 í þeim leik þurfti Gana aðeins eitt mark til að komast áfram á meðan Þýskaland var að vinna Bandaríkin. Kanarnir geta þakkað Cristiano Ronaldo sérstaklega, en hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Annan leikinn í röð kom AronJóhannsson ekkert við sögu. Því miður önnur fýluferð fyrir fjölskyldu Arons og vini sem voru mættir á völlinn í Recife. Það er vonandi að hann komi við sögu í 16 liða úrslitum. Bandaríkin mæta Belgíu í 16 liða úrslitum. Leikurinn fer fram í salvador 1. júlí, en Þjóðverjar mæta liðinu sem lendir í öðru sæti í H-riðli. Það geta enn orðið fjögur lið; Belgía, Rússland, Alsír og Suður-Kórea.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Þýskaland vann Bandaríkin, 1-0, í lokaumferð G-riðils á HM 2014 í fótbolta í dag, en sigurinn tryggði Þjóðverjum efsta sæti riðilsins. Þýska liðið var mun betri aðilinn í dag og sótti án afláts. Því tókst þó ekki að skora fyrr en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það gerði Thomas Müller með glæsilegu innanfótarskoti fyrir utan teig en TimHoward, markvörður Bandaríkjanna, sló skalla PerMertesackers til Müllers. Árangurs Müllers á heimsmeistaramótum er orðinn alveg hreint lygilegur en hann er nú búinn að skora níu mörk á tæpum tveimur mótum. Hann varð markahæstur í Suður-Afríku fyrir fjórum árum þar sem hann skoraði fimm mörk, en nú er hann búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Þrjú skoraði hann á móti Portúgal í fyrstu umferðinni. Brasilíski Ronaldo og Þjóðverjinn MiroslavKlose eru markahæstir í sögu lokakeppni HM með 15 mörk, en það er ekki útilokað að Müller bæti það áður en ferlinum lýkur. Hann er ekki nema 24 ára gamall. Þrátt fyrir tapið komast Bandaríkin áfram í 16 liða úrslitin því CristianoRonaldo og félagar í Portúgal gerðu þeim greiða og unnu Gana í hinum leik riðilsins, 2-1. Í stöðunni 1-1 í þeim leik þurfti Gana aðeins eitt mark til að komast áfram á meðan Þýskaland var að vinna Bandaríkin. Kanarnir geta þakkað Cristiano Ronaldo sérstaklega, en hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Annan leikinn í röð kom AronJóhannsson ekkert við sögu. Því miður önnur fýluferð fyrir fjölskyldu Arons og vini sem voru mættir á völlinn í Recife. Það er vonandi að hann komi við sögu í 16 liða úrslitum. Bandaríkin mæta Belgíu í 16 liða úrslitum. Leikurinn fer fram í salvador 1. júlí, en Þjóðverjar mæta liðinu sem lendir í öðru sæti í H-riðli. Það geta enn orðið fjögur lið; Belgía, Rússland, Alsír og Suður-Kórea.vísir/gettyvísir/gettyvísir/gettyvísir/getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira