HM-uppbótartíminn: Shaqiri minnti á sig Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. júní 2014 12:15 Shaqiri fékk að eiga bolta leiksins eins og venja er þegar menn skora þrennu. Vísir/Getty Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag.Góð umferð fyrir...Georgios Samaras, Grikklandi Grikkland hafði aldrei komist upp úr riðlakeppninni á lokamóti Heimsmeistarakeppninnar fyrir mótið í ár og lentu í erfiðum riðli. Grikkir áttu lokaleik gegn Fílabeinsströndinni, liði sem er með fjöldan allra stjarna úr knattspyrnuheiminum og þurftu á sigri að halda. Jafnt var þegar skammt var til leiksloka en gríska liðið fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Á vítapunktin steig Samaras sem er samningslaus eftir að Celtic ákvað ekki að framlengja samning hans og skaut Grikkjum í 16-liða úrslit Heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.James Rodríguez, Kólumbíu Þegar ljóst var að Falcao kæmist ekki á mótið voru eflaust margir sem afskrifuðu möguleika Kólumbíu í mótinu. Liðið hefur hinsvegar komið skemmtilega á óvart. Liðið sem er afar sóknarsinnað vann alla þrjá leiki sína í riðlinum og skoraði að meðaltali þrjú mörk í leik. Í fjarveru Falcao hafa leikmenn á borð við Rodríguez og Jackson Martínez stigið upp og leitt liðið í 16-liða úrslitin. Í leik Japans og Kólumbíu kom James Rodríguez inná í hálfleik í stöðunni 1-1 en hann gjörbreytti leik Kólumbíumanna sem unnu leikinn að lokum 4-1. Rodríguez gekk til liðs við Monaco á síðasta tímabili og borgaði franska liðið 45 milljónir evra fyrir hann en hann er aðeins 22 árs gamall.Xherdan Shaqiri, Sviss Þegar Shaqiri gekk til liðs við Bayern München sumarið 2012 voru miklar væntingar gerðar til hins smávaxna Shaqiri sem er aðeins 1,69 á hæð. Shaqiri hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Bayern á tveimur árum og aðeins fengið 23 sinnum tækifæri í byrjunarliðinu en minnti á hæfileika sína í leik Sviss og Hondúras á miðvikudaginn. Sviss þurfti á sigri að halda og Shaqiri skoraði þrennu í leiknum og tryggði sæti Sviss í 16-liða úrslitunum þar sem Svisslendingar mæta Frökkum. Shaqiri hefur verið orðaður við fjöldan allra stórliða undanfarna mánuði og verða frammistöður á borð við þessa ekki til þess að áhuginn minnki.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirLuis Suárez, Úrúgvæ Luis Suárez sýndi bæði sínar bestu og verstu hliðar á þessu móti. Suárez sneri aftur eftir meiðsli og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á Englandi í síðustu viku en fylgdi því eftir með því að bíta Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu. Suárez hefur nú þrisvar bitið leikmann inn á vellinum og fékk hann fjögurra mánaða bann af FIFA fyrir vikið. Suárez verður því ekki með það sem eftir lifir Heimsmeistaramótsins og missir af fyrstu 13 leikjum tímabilsins með félagsliði sínu.Landslið Gana Sama dag og landsliðið lék úrslitaleik upp á sæti í 16-liða úrslitum bárust fréttir úr herbúðum Gana að það væri búið að senda heim tvær af skærustu stjörnum liðsins. Kevin-Prince Boateng og Sulley Muntari sem leika með Schalke í Þýskalandi og AC Milan á Ítalíu eru meðal leikreyndustu leikmanna liðsins en voru settir í agabann af Aksawi Appiah, þjálfara liðsins. Fyrir vikið var liðið illa stemmt í upphafi leiks og fékk á sig mark snemma leiks. Með sigri hefði liðið komist í 16-liða úrslitin en í stað þess eru leikmennirnir á leiðinni heim og hafa bónusgreiðslur til liðsins vakið mikla reiði meðal íbúa í Gana.Igor Akinfeev, Rússland Akinfeev er nafn sem margir sem spila tölvuleikinn Football Manager ættu að kannast við. Í leiknum var hann traustur markvörður sem gerði sjaldan mistök. Var því spennandi að sjá hann á stóra sviðinu en hann lék í fyrsta sinn á Heimsmeistaramóti í ár. Hann hafði sýnt fína takta á Evrópumótinu 2012 en tvenn mistök hans á mótinu í ár kostuðu Rússa eflaust sæti í sextán liða úrslitunum. Akinfeev fékk lasergeisla í andlitið á sér í leiknum gegn Alsír stuttu áður en Alsír jafnaði. Í markinu missti Akinfeev af einfaldri fyrirgjöf og átti Islam Slimani ekki í vandræðum með að skalla í autt netið. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-uppbótartíminn: Loksins tapaði Klinsmann Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola að lokum riðlakeppninnar. 27. júní 2014 16:00 HM-uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu. 27. júní 2014 17:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjá meira
Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag.Góð umferð fyrir...Georgios Samaras, Grikklandi Grikkland hafði aldrei komist upp úr riðlakeppninni á lokamóti Heimsmeistarakeppninnar fyrir mótið í ár og lentu í erfiðum riðli. Grikkir áttu lokaleik gegn Fílabeinsströndinni, liði sem er með fjöldan allra stjarna úr knattspyrnuheiminum og þurftu á sigri að halda. Jafnt var þegar skammt var til leiksloka en gríska liðið fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Á vítapunktin steig Samaras sem er samningslaus eftir að Celtic ákvað ekki að framlengja samning hans og skaut Grikkjum í 16-liða úrslit Heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.James Rodríguez, Kólumbíu Þegar ljóst var að Falcao kæmist ekki á mótið voru eflaust margir sem afskrifuðu möguleika Kólumbíu í mótinu. Liðið hefur hinsvegar komið skemmtilega á óvart. Liðið sem er afar sóknarsinnað vann alla þrjá leiki sína í riðlinum og skoraði að meðaltali þrjú mörk í leik. Í fjarveru Falcao hafa leikmenn á borð við Rodríguez og Jackson Martínez stigið upp og leitt liðið í 16-liða úrslitin. Í leik Japans og Kólumbíu kom James Rodríguez inná í hálfleik í stöðunni 1-1 en hann gjörbreytti leik Kólumbíumanna sem unnu leikinn að lokum 4-1. Rodríguez gekk til liðs við Monaco á síðasta tímabili og borgaði franska liðið 45 milljónir evra fyrir hann en hann er aðeins 22 árs gamall.Xherdan Shaqiri, Sviss Þegar Shaqiri gekk til liðs við Bayern München sumarið 2012 voru miklar væntingar gerðar til hins smávaxna Shaqiri sem er aðeins 1,69 á hæð. Shaqiri hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Bayern á tveimur árum og aðeins fengið 23 sinnum tækifæri í byrjunarliðinu en minnti á hæfileika sína í leik Sviss og Hondúras á miðvikudaginn. Sviss þurfti á sigri að halda og Shaqiri skoraði þrennu í leiknum og tryggði sæti Sviss í 16-liða úrslitunum þar sem Svisslendingar mæta Frökkum. Shaqiri hefur verið orðaður við fjöldan allra stórliða undanfarna mánuði og verða frammistöður á borð við þessa ekki til þess að áhuginn minnki.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirLuis Suárez, Úrúgvæ Luis Suárez sýndi bæði sínar bestu og verstu hliðar á þessu móti. Suárez sneri aftur eftir meiðsli og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á Englandi í síðustu viku en fylgdi því eftir með því að bíta Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu. Suárez hefur nú þrisvar bitið leikmann inn á vellinum og fékk hann fjögurra mánaða bann af FIFA fyrir vikið. Suárez verður því ekki með það sem eftir lifir Heimsmeistaramótsins og missir af fyrstu 13 leikjum tímabilsins með félagsliði sínu.Landslið Gana Sama dag og landsliðið lék úrslitaleik upp á sæti í 16-liða úrslitum bárust fréttir úr herbúðum Gana að það væri búið að senda heim tvær af skærustu stjörnum liðsins. Kevin-Prince Boateng og Sulley Muntari sem leika með Schalke í Þýskalandi og AC Milan á Ítalíu eru meðal leikreyndustu leikmanna liðsins en voru settir í agabann af Aksawi Appiah, þjálfara liðsins. Fyrir vikið var liðið illa stemmt í upphafi leiks og fékk á sig mark snemma leiks. Með sigri hefði liðið komist í 16-liða úrslitin en í stað þess eru leikmennirnir á leiðinni heim og hafa bónusgreiðslur til liðsins vakið mikla reiði meðal íbúa í Gana.Igor Akinfeev, Rússland Akinfeev er nafn sem margir sem spila tölvuleikinn Football Manager ættu að kannast við. Í leiknum var hann traustur markvörður sem gerði sjaldan mistök. Var því spennandi að sjá hann á stóra sviðinu en hann lék í fyrsta sinn á Heimsmeistaramóti í ár. Hann hafði sýnt fína takta á Evrópumótinu 2012 en tvenn mistök hans á mótinu í ár kostuðu Rússa eflaust sæti í sextán liða úrslitunum. Akinfeev fékk lasergeisla í andlitið á sér í leiknum gegn Alsír stuttu áður en Alsír jafnaði. Í markinu missti Akinfeev af einfaldri fyrirgjöf og átti Islam Slimani ekki í vandræðum með að skalla í autt netið.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-uppbótartíminn: Loksins tapaði Klinsmann Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola að lokum riðlakeppninnar. 27. júní 2014 16:00 HM-uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu. 27. júní 2014 17:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjá meira
HM-uppbótartíminn: Loksins tapaði Klinsmann Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola að lokum riðlakeppninnar. 27. júní 2014 16:00
HM-uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu. 27. júní 2014 17:30