HM-uppbótartíminn: Shaqiri minnti á sig Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. júní 2014 12:15 Shaqiri fékk að eiga bolta leiksins eins og venja er þegar menn skora þrennu. Vísir/Getty Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag.Góð umferð fyrir...Georgios Samaras, Grikklandi Grikkland hafði aldrei komist upp úr riðlakeppninni á lokamóti Heimsmeistarakeppninnar fyrir mótið í ár og lentu í erfiðum riðli. Grikkir áttu lokaleik gegn Fílabeinsströndinni, liði sem er með fjöldan allra stjarna úr knattspyrnuheiminum og þurftu á sigri að halda. Jafnt var þegar skammt var til leiksloka en gríska liðið fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Á vítapunktin steig Samaras sem er samningslaus eftir að Celtic ákvað ekki að framlengja samning hans og skaut Grikkjum í 16-liða úrslit Heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.James Rodríguez, Kólumbíu Þegar ljóst var að Falcao kæmist ekki á mótið voru eflaust margir sem afskrifuðu möguleika Kólumbíu í mótinu. Liðið hefur hinsvegar komið skemmtilega á óvart. Liðið sem er afar sóknarsinnað vann alla þrjá leiki sína í riðlinum og skoraði að meðaltali þrjú mörk í leik. Í fjarveru Falcao hafa leikmenn á borð við Rodríguez og Jackson Martínez stigið upp og leitt liðið í 16-liða úrslitin. Í leik Japans og Kólumbíu kom James Rodríguez inná í hálfleik í stöðunni 1-1 en hann gjörbreytti leik Kólumbíumanna sem unnu leikinn að lokum 4-1. Rodríguez gekk til liðs við Monaco á síðasta tímabili og borgaði franska liðið 45 milljónir evra fyrir hann en hann er aðeins 22 árs gamall.Xherdan Shaqiri, Sviss Þegar Shaqiri gekk til liðs við Bayern München sumarið 2012 voru miklar væntingar gerðar til hins smávaxna Shaqiri sem er aðeins 1,69 á hæð. Shaqiri hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Bayern á tveimur árum og aðeins fengið 23 sinnum tækifæri í byrjunarliðinu en minnti á hæfileika sína í leik Sviss og Hondúras á miðvikudaginn. Sviss þurfti á sigri að halda og Shaqiri skoraði þrennu í leiknum og tryggði sæti Sviss í 16-liða úrslitunum þar sem Svisslendingar mæta Frökkum. Shaqiri hefur verið orðaður við fjöldan allra stórliða undanfarna mánuði og verða frammistöður á borð við þessa ekki til þess að áhuginn minnki.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirLuis Suárez, Úrúgvæ Luis Suárez sýndi bæði sínar bestu og verstu hliðar á þessu móti. Suárez sneri aftur eftir meiðsli og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á Englandi í síðustu viku en fylgdi því eftir með því að bíta Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu. Suárez hefur nú þrisvar bitið leikmann inn á vellinum og fékk hann fjögurra mánaða bann af FIFA fyrir vikið. Suárez verður því ekki með það sem eftir lifir Heimsmeistaramótsins og missir af fyrstu 13 leikjum tímabilsins með félagsliði sínu.Landslið Gana Sama dag og landsliðið lék úrslitaleik upp á sæti í 16-liða úrslitum bárust fréttir úr herbúðum Gana að það væri búið að senda heim tvær af skærustu stjörnum liðsins. Kevin-Prince Boateng og Sulley Muntari sem leika með Schalke í Þýskalandi og AC Milan á Ítalíu eru meðal leikreyndustu leikmanna liðsins en voru settir í agabann af Aksawi Appiah, þjálfara liðsins. Fyrir vikið var liðið illa stemmt í upphafi leiks og fékk á sig mark snemma leiks. Með sigri hefði liðið komist í 16-liða úrslitin en í stað þess eru leikmennirnir á leiðinni heim og hafa bónusgreiðslur til liðsins vakið mikla reiði meðal íbúa í Gana.Igor Akinfeev, Rússland Akinfeev er nafn sem margir sem spila tölvuleikinn Football Manager ættu að kannast við. Í leiknum var hann traustur markvörður sem gerði sjaldan mistök. Var því spennandi að sjá hann á stóra sviðinu en hann lék í fyrsta sinn á Heimsmeistaramóti í ár. Hann hafði sýnt fína takta á Evrópumótinu 2012 en tvenn mistök hans á mótinu í ár kostuðu Rússa eflaust sæti í sextán liða úrslitunum. Akinfeev fékk lasergeisla í andlitið á sér í leiknum gegn Alsír stuttu áður en Alsír jafnaði. Í markinu missti Akinfeev af einfaldri fyrirgjöf og átti Islam Slimani ekki í vandræðum með að skalla í autt netið. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-uppbótartíminn: Loksins tapaði Klinsmann Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola að lokum riðlakeppninnar. 27. júní 2014 16:00 HM-uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu. 27. júní 2014 17:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag.Góð umferð fyrir...Georgios Samaras, Grikklandi Grikkland hafði aldrei komist upp úr riðlakeppninni á lokamóti Heimsmeistarakeppninnar fyrir mótið í ár og lentu í erfiðum riðli. Grikkir áttu lokaleik gegn Fílabeinsströndinni, liði sem er með fjöldan allra stjarna úr knattspyrnuheiminum og þurftu á sigri að halda. Jafnt var þegar skammt var til leiksloka en gríska liðið fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Á vítapunktin steig Samaras sem er samningslaus eftir að Celtic ákvað ekki að framlengja samning hans og skaut Grikkjum í 16-liða úrslit Heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.James Rodríguez, Kólumbíu Þegar ljóst var að Falcao kæmist ekki á mótið voru eflaust margir sem afskrifuðu möguleika Kólumbíu í mótinu. Liðið hefur hinsvegar komið skemmtilega á óvart. Liðið sem er afar sóknarsinnað vann alla þrjá leiki sína í riðlinum og skoraði að meðaltali þrjú mörk í leik. Í fjarveru Falcao hafa leikmenn á borð við Rodríguez og Jackson Martínez stigið upp og leitt liðið í 16-liða úrslitin. Í leik Japans og Kólumbíu kom James Rodríguez inná í hálfleik í stöðunni 1-1 en hann gjörbreytti leik Kólumbíumanna sem unnu leikinn að lokum 4-1. Rodríguez gekk til liðs við Monaco á síðasta tímabili og borgaði franska liðið 45 milljónir evra fyrir hann en hann er aðeins 22 árs gamall.Xherdan Shaqiri, Sviss Þegar Shaqiri gekk til liðs við Bayern München sumarið 2012 voru miklar væntingar gerðar til hins smávaxna Shaqiri sem er aðeins 1,69 á hæð. Shaqiri hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Bayern á tveimur árum og aðeins fengið 23 sinnum tækifæri í byrjunarliðinu en minnti á hæfileika sína í leik Sviss og Hondúras á miðvikudaginn. Sviss þurfti á sigri að halda og Shaqiri skoraði þrennu í leiknum og tryggði sæti Sviss í 16-liða úrslitunum þar sem Svisslendingar mæta Frökkum. Shaqiri hefur verið orðaður við fjöldan allra stórliða undanfarna mánuði og verða frammistöður á borð við þessa ekki til þess að áhuginn minnki.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirLuis Suárez, Úrúgvæ Luis Suárez sýndi bæði sínar bestu og verstu hliðar á þessu móti. Suárez sneri aftur eftir meiðsli og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á Englandi í síðustu viku en fylgdi því eftir með því að bíta Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu. Suárez hefur nú þrisvar bitið leikmann inn á vellinum og fékk hann fjögurra mánaða bann af FIFA fyrir vikið. Suárez verður því ekki með það sem eftir lifir Heimsmeistaramótsins og missir af fyrstu 13 leikjum tímabilsins með félagsliði sínu.Landslið Gana Sama dag og landsliðið lék úrslitaleik upp á sæti í 16-liða úrslitum bárust fréttir úr herbúðum Gana að það væri búið að senda heim tvær af skærustu stjörnum liðsins. Kevin-Prince Boateng og Sulley Muntari sem leika með Schalke í Þýskalandi og AC Milan á Ítalíu eru meðal leikreyndustu leikmanna liðsins en voru settir í agabann af Aksawi Appiah, þjálfara liðsins. Fyrir vikið var liðið illa stemmt í upphafi leiks og fékk á sig mark snemma leiks. Með sigri hefði liðið komist í 16-liða úrslitin en í stað þess eru leikmennirnir á leiðinni heim og hafa bónusgreiðslur til liðsins vakið mikla reiði meðal íbúa í Gana.Igor Akinfeev, Rússland Akinfeev er nafn sem margir sem spila tölvuleikinn Football Manager ættu að kannast við. Í leiknum var hann traustur markvörður sem gerði sjaldan mistök. Var því spennandi að sjá hann á stóra sviðinu en hann lék í fyrsta sinn á Heimsmeistaramóti í ár. Hann hafði sýnt fína takta á Evrópumótinu 2012 en tvenn mistök hans á mótinu í ár kostuðu Rússa eflaust sæti í sextán liða úrslitunum. Akinfeev fékk lasergeisla í andlitið á sér í leiknum gegn Alsír stuttu áður en Alsír jafnaði. Í markinu missti Akinfeev af einfaldri fyrirgjöf og átti Islam Slimani ekki í vandræðum með að skalla í autt netið.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-uppbótartíminn: Loksins tapaði Klinsmann Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola að lokum riðlakeppninnar. 27. júní 2014 16:00 HM-uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu. 27. júní 2014 17:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
HM-uppbótartíminn: Loksins tapaði Klinsmann Riðlakeppni Heimsmeistaramótsins lauk í gær. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola að lokum riðlakeppninnar. 27. júní 2014 16:00
HM-uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu. 27. júní 2014 17:30