Fótbolti

Robben viðurkennir leikaraskap

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Umrætt atvik.
Umrætt atvik. Vísir/Gety
Arjen Robben hefur viðurkennt að hann lét sig falla þegar Hollandi tryggði sér sigur á Mexíkó í 16-liða úrslitum HM í knattspyrnu.

Klaas-Jan Huntelaar tryggði Hollandi 2-1 sigur með því að skora úr vtaspyrnu sem var dæmd eftir að Robben féll í teignum. Eftir leik sagði hann að Rafael Marquez, fyrirliði Mexíkó, hafi brotið á sér en viðurkenndi að hafa látið sig falla fyrr í leiknum.

„Ég vil biðjast afsökunar. Ég lét mig falla. Stundum á maður von á snertingu en ég ætti ekki að gera þetta. Þetta var sannarlega heimskulegt,“ sagði Robben um atvik sem átti sér stað utan vítateigs Mexíkó. Dómari leiksins lét þó leikinn halda áfram.

Robben bætti svo við að með réttu hefði hann átt að fá tvær vítaspyrnur í leiknum. „Hann fór í sköflunginn á mér en þurfti svo að fara sjálfur af velli vegna meiðsla,“ sagði hann um atvik sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks. „Ég var svo aftur tæklaður en fékk ekki vítaspyrnu - meira veit ég ekki.“

Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að Arjen Robben hafi viðurkennt að hafa látið sig falla í umræddum vítaspyrnudómi í uppbótartíma leiksins. Var rangt haft eftir Robben úr erlendum fjölmiðli og er beðist velvirðingar á því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×