Fótbolti

HM-messan með Gumma Ben hefur leik í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarni Guðjónsson og Hjörvar Hafliðason verða reglulegir gestir hjá Gumma.
Bjarni Guðjónsson og Hjörvar Hafliðason verða reglulegir gestir hjá Gumma. Vísir/daníel
Stöð 2 Sport 2 sýnir fyrsta leikinn af 18 í beinni útsendingu í kvöld þegar Síle og Ástralía mætast í Cuiabá.

Leikurinn hefst klukkan 22.00 en áður en hann hefst verður fyrsti þátturinn af HM-messunni með GummaBen á dagskrá.

Sérfræðingar kvöldsins eru þeir HjörvarHafliðason og Óskar Hrafn Þorvaldsson sem snýr aftur á skjáinn eftir þriggja ára fjarveru.

Þeir fara yfir fyrstu tvo leik dagsins þar sem mætast Mexíkó og Kamerún annars vegar og Spánn og Holland hinsvegar. Að endingu hita þeir svo upp fyrir leik kvöldsins á Stöð 2 Sport 2.

Á morgun verður HM-messan á sama tíma þar sem hitað verður upp fyrir stórleik Englands og Ítalíu sem verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Stöð 2 Sport 2 verður með 18 leiki í beinni frá HM í Brasilíu, þar af alla leiki Arons Jóhannssonar. Gummi Ben verður svo með HM-messu þar sem sérfræðingar fara yfir leiki dagsins og hita upp fyrir leik kvöldsins.

Kynntu þér málið nánar á 365.is.


Tengdar fréttir

Scolari: Oscar var frábær

Chelsea-maðurinn stal senunni í sigri Brasilíu gegn Króatíu í upphafsleik HM.

Kennt um sjálfsmark Marcelo

Ítalska módelið Marcello Ferri fékk að kenna á því á samskiptamiðlinum Twitter eftir sjálfsmark Marcelo í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×