"Viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona“ Randver Kári Randversson skrifar 13. júní 2014 14:16 Systir mannsins sem lést í skotárásinni í Hraunbæ segir ýmislegt athugavert við vinnubrögð lögreglunnar á vettvangi. Vísir/Stefán „Í skýrslunni er bara verið rekja atburðarásina, á kostnað hans, og til þess að verja störf lögreglunnar. Svona eins og það hafi bara verið í lagi að gera þetta. Það eru engar athugasemdir gerðar við vinnubrögð lögreglunnar,“ segir Sigríður Ósk Jónasdóttir, systir Sævars Rafns Jónassonar sem var felldur af lögreglumönnum á heimili sínu í Hraunbæ í desember síðastliðnum. Niðurstaða rannsóknar ríkissaksóknara um málið verður birt um klukkan tvö í dag, en Sigríður átti fund með ríkissaksóknara í morgun þar sem hún fékk að sjá niðurstöðurnar. Sigríður segir ýmislegt hafa verið athugavert við vinnubrögð lögreglunnar í málinu. „Það má setja spurningamerki við allt þetta ferli. Þegar lögreglan kemur á vettvang þá vita þeir ekkert hver býr þarna. Þeir eru með rangt nafn á manninum í upphafi. Það er ekkert gert til að kanna hans bakgrunn eða neitt svoleiðis.“ Jafnframt segir hún margt í skýrslunni sem passar ekki við það sem áður hefur komið fram um málið. „Hann skaut aldrei áður en lögreglan kom. Í öllu þessu ferli þá skýtur hann átta sinnum, en fréttirnar í upphafi voru þannig að hann hefði skotið í sífellu. Það er bara ekki rétt. Það er búið að fegra þetta svo mikið núna, eins og þetta sé bara alveg í lagi,“ segir Sigríður. Hún segist vera viss um að atburðarásin í upphafi hefði orðið önnur ef lögregla hefði brugðist betur við í upphafi. „Ég er eiginlega alveg viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona, ef málið hefði verið kannað betur í upphafi,“ segir Sigríður. Sigríður segir að vel hafi verið brugðist við þeim athugasemdum sem hún kom á framfæri í morgun og að trúlega fáist svör við þeim. Tengdar fréttir Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22 Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05 Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42 Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
„Í skýrslunni er bara verið rekja atburðarásina, á kostnað hans, og til þess að verja störf lögreglunnar. Svona eins og það hafi bara verið í lagi að gera þetta. Það eru engar athugasemdir gerðar við vinnubrögð lögreglunnar,“ segir Sigríður Ósk Jónasdóttir, systir Sævars Rafns Jónassonar sem var felldur af lögreglumönnum á heimili sínu í Hraunbæ í desember síðastliðnum. Niðurstaða rannsóknar ríkissaksóknara um málið verður birt um klukkan tvö í dag, en Sigríður átti fund með ríkissaksóknara í morgun þar sem hún fékk að sjá niðurstöðurnar. Sigríður segir ýmislegt hafa verið athugavert við vinnubrögð lögreglunnar í málinu. „Það má setja spurningamerki við allt þetta ferli. Þegar lögreglan kemur á vettvang þá vita þeir ekkert hver býr þarna. Þeir eru með rangt nafn á manninum í upphafi. Það er ekkert gert til að kanna hans bakgrunn eða neitt svoleiðis.“ Jafnframt segir hún margt í skýrslunni sem passar ekki við það sem áður hefur komið fram um málið. „Hann skaut aldrei áður en lögreglan kom. Í öllu þessu ferli þá skýtur hann átta sinnum, en fréttirnar í upphafi voru þannig að hann hefði skotið í sífellu. Það er bara ekki rétt. Það er búið að fegra þetta svo mikið núna, eins og þetta sé bara alveg í lagi,“ segir Sigríður. Hún segist vera viss um að atburðarásin í upphafi hefði orðið önnur ef lögregla hefði brugðist betur við í upphafi. „Ég er eiginlega alveg viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona, ef málið hefði verið kannað betur í upphafi,“ segir Sigríður. Sigríður segir að vel hafi verið brugðist við þeim athugasemdum sem hún kom á framfæri í morgun og að trúlega fáist svör við þeim.
Tengdar fréttir Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22 Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05 Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42 Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22
Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05
Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42
Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00