"Viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona“ Randver Kári Randversson skrifar 13. júní 2014 14:16 Systir mannsins sem lést í skotárásinni í Hraunbæ segir ýmislegt athugavert við vinnubrögð lögreglunnar á vettvangi. Vísir/Stefán „Í skýrslunni er bara verið rekja atburðarásina, á kostnað hans, og til þess að verja störf lögreglunnar. Svona eins og það hafi bara verið í lagi að gera þetta. Það eru engar athugasemdir gerðar við vinnubrögð lögreglunnar,“ segir Sigríður Ósk Jónasdóttir, systir Sævars Rafns Jónassonar sem var felldur af lögreglumönnum á heimili sínu í Hraunbæ í desember síðastliðnum. Niðurstaða rannsóknar ríkissaksóknara um málið verður birt um klukkan tvö í dag, en Sigríður átti fund með ríkissaksóknara í morgun þar sem hún fékk að sjá niðurstöðurnar. Sigríður segir ýmislegt hafa verið athugavert við vinnubrögð lögreglunnar í málinu. „Það má setja spurningamerki við allt þetta ferli. Þegar lögreglan kemur á vettvang þá vita þeir ekkert hver býr þarna. Þeir eru með rangt nafn á manninum í upphafi. Það er ekkert gert til að kanna hans bakgrunn eða neitt svoleiðis.“ Jafnframt segir hún margt í skýrslunni sem passar ekki við það sem áður hefur komið fram um málið. „Hann skaut aldrei áður en lögreglan kom. Í öllu þessu ferli þá skýtur hann átta sinnum, en fréttirnar í upphafi voru þannig að hann hefði skotið í sífellu. Það er bara ekki rétt. Það er búið að fegra þetta svo mikið núna, eins og þetta sé bara alveg í lagi,“ segir Sigríður. Hún segist vera viss um að atburðarásin í upphafi hefði orðið önnur ef lögregla hefði brugðist betur við í upphafi. „Ég er eiginlega alveg viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona, ef málið hefði verið kannað betur í upphafi,“ segir Sigríður. Sigríður segir að vel hafi verið brugðist við þeim athugasemdum sem hún kom á framfæri í morgun og að trúlega fáist svör við þeim. Tengdar fréttir Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22 Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05 Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42 Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Í skýrslunni er bara verið rekja atburðarásina, á kostnað hans, og til þess að verja störf lögreglunnar. Svona eins og það hafi bara verið í lagi að gera þetta. Það eru engar athugasemdir gerðar við vinnubrögð lögreglunnar,“ segir Sigríður Ósk Jónasdóttir, systir Sævars Rafns Jónassonar sem var felldur af lögreglumönnum á heimili sínu í Hraunbæ í desember síðastliðnum. Niðurstaða rannsóknar ríkissaksóknara um málið verður birt um klukkan tvö í dag, en Sigríður átti fund með ríkissaksóknara í morgun þar sem hún fékk að sjá niðurstöðurnar. Sigríður segir ýmislegt hafa verið athugavert við vinnubrögð lögreglunnar í málinu. „Það má setja spurningamerki við allt þetta ferli. Þegar lögreglan kemur á vettvang þá vita þeir ekkert hver býr þarna. Þeir eru með rangt nafn á manninum í upphafi. Það er ekkert gert til að kanna hans bakgrunn eða neitt svoleiðis.“ Jafnframt segir hún margt í skýrslunni sem passar ekki við það sem áður hefur komið fram um málið. „Hann skaut aldrei áður en lögreglan kom. Í öllu þessu ferli þá skýtur hann átta sinnum, en fréttirnar í upphafi voru þannig að hann hefði skotið í sífellu. Það er bara ekki rétt. Það er búið að fegra þetta svo mikið núna, eins og þetta sé bara alveg í lagi,“ segir Sigríður. Hún segist vera viss um að atburðarásin í upphafi hefði orðið önnur ef lögregla hefði brugðist betur við í upphafi. „Ég er eiginlega alveg viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona, ef málið hefði verið kannað betur í upphafi,“ segir Sigríður. Sigríður segir að vel hafi verið brugðist við þeim athugasemdum sem hún kom á framfæri í morgun og að trúlega fáist svör við þeim.
Tengdar fréttir Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22 Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05 Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42 Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22
Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05
Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42
Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00