"Viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona“ Randver Kári Randversson skrifar 13. júní 2014 14:16 Systir mannsins sem lést í skotárásinni í Hraunbæ segir ýmislegt athugavert við vinnubrögð lögreglunnar á vettvangi. Vísir/Stefán „Í skýrslunni er bara verið rekja atburðarásina, á kostnað hans, og til þess að verja störf lögreglunnar. Svona eins og það hafi bara verið í lagi að gera þetta. Það eru engar athugasemdir gerðar við vinnubrögð lögreglunnar,“ segir Sigríður Ósk Jónasdóttir, systir Sævars Rafns Jónassonar sem var felldur af lögreglumönnum á heimili sínu í Hraunbæ í desember síðastliðnum. Niðurstaða rannsóknar ríkissaksóknara um málið verður birt um klukkan tvö í dag, en Sigríður átti fund með ríkissaksóknara í morgun þar sem hún fékk að sjá niðurstöðurnar. Sigríður segir ýmislegt hafa verið athugavert við vinnubrögð lögreglunnar í málinu. „Það má setja spurningamerki við allt þetta ferli. Þegar lögreglan kemur á vettvang þá vita þeir ekkert hver býr þarna. Þeir eru með rangt nafn á manninum í upphafi. Það er ekkert gert til að kanna hans bakgrunn eða neitt svoleiðis.“ Jafnframt segir hún margt í skýrslunni sem passar ekki við það sem áður hefur komið fram um málið. „Hann skaut aldrei áður en lögreglan kom. Í öllu þessu ferli þá skýtur hann átta sinnum, en fréttirnar í upphafi voru þannig að hann hefði skotið í sífellu. Það er bara ekki rétt. Það er búið að fegra þetta svo mikið núna, eins og þetta sé bara alveg í lagi,“ segir Sigríður. Hún segist vera viss um að atburðarásin í upphafi hefði orðið önnur ef lögregla hefði brugðist betur við í upphafi. „Ég er eiginlega alveg viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona, ef málið hefði verið kannað betur í upphafi,“ segir Sigríður. Sigríður segir að vel hafi verið brugðist við þeim athugasemdum sem hún kom á framfæri í morgun og að trúlega fáist svör við þeim. Tengdar fréttir Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22 Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05 Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42 Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
„Í skýrslunni er bara verið rekja atburðarásina, á kostnað hans, og til þess að verja störf lögreglunnar. Svona eins og það hafi bara verið í lagi að gera þetta. Það eru engar athugasemdir gerðar við vinnubrögð lögreglunnar,“ segir Sigríður Ósk Jónasdóttir, systir Sævars Rafns Jónassonar sem var felldur af lögreglumönnum á heimili sínu í Hraunbæ í desember síðastliðnum. Niðurstaða rannsóknar ríkissaksóknara um málið verður birt um klukkan tvö í dag, en Sigríður átti fund með ríkissaksóknara í morgun þar sem hún fékk að sjá niðurstöðurnar. Sigríður segir ýmislegt hafa verið athugavert við vinnubrögð lögreglunnar í málinu. „Það má setja spurningamerki við allt þetta ferli. Þegar lögreglan kemur á vettvang þá vita þeir ekkert hver býr þarna. Þeir eru með rangt nafn á manninum í upphafi. Það er ekkert gert til að kanna hans bakgrunn eða neitt svoleiðis.“ Jafnframt segir hún margt í skýrslunni sem passar ekki við það sem áður hefur komið fram um málið. „Hann skaut aldrei áður en lögreglan kom. Í öllu þessu ferli þá skýtur hann átta sinnum, en fréttirnar í upphafi voru þannig að hann hefði skotið í sífellu. Það er bara ekki rétt. Það er búið að fegra þetta svo mikið núna, eins og þetta sé bara alveg í lagi,“ segir Sigríður. Hún segist vera viss um að atburðarásin í upphafi hefði orðið önnur ef lögregla hefði brugðist betur við í upphafi. „Ég er eiginlega alveg viss um að þetta hefði ekki þurft að fara svona, ef málið hefði verið kannað betur í upphafi,“ segir Sigríður. Sigríður segir að vel hafi verið brugðist við þeim athugasemdum sem hún kom á framfæri í morgun og að trúlega fáist svör við þeim.
Tengdar fréttir Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22 Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05 Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42 Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Greinargerð ríkissaksóknara um Hraunbæjarmálið Rannsókn málsins tók sex mánuði og er afrakstur þeirrar rannsóknar greinargerð sem má lesa hér. 13. júní 2014 14:22
Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“ „Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra. 13. júní 2014 14:05
Lögregla braut ekki lög í Hraunbæjarmálinu Ríkissaksóknari úrskurðari í dag að lögreglan hefði farið að lögum þegar hún skaut Sævar Rafn Jónasson til bana í Hraunbæ í desember síðastliðnum. 13. júní 2014 14:42
Skotárásin í Hraunbæ: Niðurstöður rannsóknar ríkissaksóknara birtar í dag Rannsókn á aðgerðum lögreglumanna í Hraunbæjarmálinu svokallaða hefur staðið yfir í um hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fellur í átökum við lögreglu. Vísir fer yfir málið. 13. júní 2014 07:00