Enski boltinn

Rooney er ekki heilagur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Wayne Rooney og Roy Hodgson á æfingu enska landsliðsins.
Wayne Rooney og Roy Hodgson á æfingu enska landsliðsins. Vísir/Getty
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska landsliðsins segir að hann sé tilbúinn að taka Wayne Rooney úr byrjunarliðinu ef hann sýnir ekki sitt besta í Brasilíu.

Paul Scholes, fyrrum liðsfélagi Rooney hjá Manchester United skrifaði pistil um daginn þar sem hann gagnrýndi Rooney harkalega. Þar efaðist Scholes um að þjálfaralið enska liðsins myndi þora að taka Rooney úr liðinu ef hann ætti slaka leiki. Rooney hefur ekki enn tekist að skora á Heimsmeistaramótinu í átta leikjum.

"Ég hef verið þjálfari í langan tíma og ég tel mig hafa nægt vald til þess að taka ákvarðanir sem eru nauðsynlegar fyrir liðið. Ég hef fulla trú á Rooney, hann er ungur leikmaður sem á nóg eftir á tankinum."

"Auðvitað verður einhver umræða í Englandi sem við getum ekki stjórnað. Skoðanirnar sem skipta máli koma frá leikmönnum og þjálfaraliðinu," sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×