Enski boltinn

Rooney: Scholes ekki þjálfað mig eða verið í kringum liðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney ekki sáttur með Paul Scholes.
Wayne Rooney ekki sáttur með Paul Scholes. Vísir/getty
Wayne Rooney gefur lítið fyrir gagnrýni fyrrverandi samherja síns hjá Manchester United, Paul Scholes, sem talaði um það í pistli um daginn að Rooney væri mögulega búinn að toppa.

Scholes skrifaði langan pistil um málefni Rooney og enska landsliðsins fyrir veðmálasíðu þar sem hann sagði að Rooney hefði kannski toppað þegar hann skoraði yfir 20 mörk í úrvalsdeildinni 2011.

Þá fannst honum spennandi að sjá hvort Rooney myndi halda sæti sínu í byrjunarliði enska landsliðsins en hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Englandi.

"Mér er alveg sama hvað fólk hefur að segja ef ég á að vera heiðarlegur. Ég hef bara áhuga á því sem Roy Hodgson og landsliðsþjálfararnir segja," segir Rooney.

"Scoles var samherji minn en hann hefur verið í burtu frá leiknum í langan tíma. Ég hef séð mikið af honum núna í fjölmiðlum tala um að hann hafi þjálfað mig og verið í kringum liðið en svo er ekki. Ég ætla ekki að svara þessu. Hann hefur sínar skoðanir og við leyfum því bara að vera þannig," segir Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×