Erlent

Hótar að sprengja sig í loft upp í miðborg Stokkhólms

skjámynd á síðu aftonbladet
Mikill viðbúnaður er nú í Gamla Stan í Stokkhólmi en svo virðist sem maður hafi hótað að sprengja sig í loft upp í byggingu í miðborginni. Maðurinn hefur haft uppi hótanir í garð Sænska jafnaðarmannaflokksins og Moderaterne eða Sænska íhaldsflokksins og fullyrðir hann að hann sé með sprengjubelti bundið um sig miðjan.

Þetta staðfestir talsmaður lögreglu í samtali við Aftonbladet og þar kemur einnig fram að búið sé að rýma flokksskrifstofur beggja flokka í miðborginni.  Lögreglan hefur lokað hluta Gamla stan. Nánar verður greint frá málinu þegar líður á daginn.

Uppfært kl. 16.00

Maðurinn er enn í byggingunni og er í samningaviðræðum við lögregluna símleiðis. Kröfur hans eru ókunnar að svo stöddu. Búið er að rýma bygginguna alla og skrúfað verður fyrir allt gas, fari svo að maðurinn sprengi sig í loft upp.

Sprengju- og sérsveit lögreglu er á vettvangi með sprengjuvélmenni sem þeir munu líklega reyna að koma inn í bygginguna. Lögregla og sprengjusveit eru þegar inni í byggingunni.

Uppfært kl. 18.00

Maðurinn er nú í haldi lögreglu. Hann gafst upp eftir að hafa haldið út í byggingunni í um sex klukkutíma.



skjáskot af síðu aftonbladet



Fleiri fréttir

Sjá meira


×