Erlent

Sprengjumaðurinn í Stokkhólmi gefst upp

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögregla og sprengjuleitarvélmenni fyrr í dag.
Lögregla og sprengjuleitarvélmenni fyrr í dag. Vísir/AFP
Maðurinn sem hótaði að sprengja sig í loft upp í byggingu í miðborg Stokkhólms fyrr í dag er nú í haldi lögreglu. Í beinni útsendingu á vef sænsku fréttaveitunnar Aftonbladet mátti sjá manninn koma út úr byggingunni á nærfötunum einum klæða og gefa sig á vald lögreglu.

Lögregla umkringdi bygginguna uppúr klukkan þrjú og hefur hún verið í sambandi við manninn símleiðis síðan. Maðurinn hafði uppi hótanir í garð Sænska jafnaðarmannaflokksins og Sænska íhaldsflokksins og fullyrti að hann væri með sprengjubelti bundið um sig miðjan. Maðurinn á að hafa farið fram á að fá kaffi og sígarettur á meðan viðræðum við lögreglu stóð. 

Enn má fylgjast með beinni útsendingu Aftonbladet frá vettvangi hér


Tengdar fréttir

Hótar að sprengja sig í loft upp í miðborg Stokkhólms

Mikill viðbúnaður er nú í Gamla Stan í Stokkhólmi en svo virðist sem maður hafi hótað að sprengja sig í loft upp í byggingu í miðborginni. Maðurinn hefur haft uppi hótanir í garð Sænska jafnaðarmannaflokksins og Moderaterne eða Sænska íhaldsflokksins og fullyrðir hann að hann sé með sprengjubelti bundið um sig miðjan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×