Hægt að byrja á byggingu mosku strax eftir helgi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 16:17 Moskan á að rísa hér. „Við erum á lokametrunum í undirbúningi að samkeppni um hönnun mosku og gætum í raun tekið táknræna skóflustungu nú strax eftir helgi,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima, um fyrirhugaða mosku sem á að byggja í Sogamýrinni. Í febrúar var greint frá því að Félag múslima ætlaði að efna til samkeppni um hönnun moskunnar og mun samkeppnin nú fara af stað á næstunni, að sögn Sverris. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkítektafélag Íslands og eru verðlaunin vegleg; sá sem hannar flottustu moskuna fær fimm milljónir í sinn hlut. Múslimar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlunina til félagsins. Sveinbjörg Birna lýsti því síðar yfir að hún vildi fara málið í íbúakosningu. „Við myndum ekki hræðast þessa kosningu. Við myndum alveg þora í þessa baráttu,“ segir Sverrir. En Sverrir bendir á að málið hafi verið unnið í góðu samráði við Íbúasamtök Langholtshverfis. „Já við áttum góðan fund með þeim og þar var þetta rætt,“ útskýrir hann. Hann segir múslima ekki hafa verið ósátta með umræðuna í samfélaginu eftir að ummælin féllu. „Nei, við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi. Við sjáum Facebook-hópa eins og Mótmælum mosku á Íslandi. En svo sjáum við líka hópa eins og Við mótælum ekki mosku á Íslandi, sem er stærri og fjölmennari. Þannig að, eins og ég segi, við hræðumst ekki umræðuna og hefðum ekki hræðst íbúakosningu um málið,“ segir Sverrir og bætir við að lokum: „En umræðan má ekki vera einhliða. Til dæmis var gaman að sjá í gær að það eru ekki bara múslimar sem láta skopmyndir fara svona gríðarlega mikið í taugarnar á sér,“ og vísar þar til umræðu vegna skopteikningar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
„Við erum á lokametrunum í undirbúningi að samkeppni um hönnun mosku og gætum í raun tekið táknræna skóflustungu nú strax eftir helgi,“ segir Ibrahim Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima, um fyrirhugaða mosku sem á að byggja í Sogamýrinni. Í febrúar var greint frá því að Félag múslima ætlaði að efna til samkeppni um hönnun moskunnar og mun samkeppnin nú fara af stað á næstunni, að sögn Sverris. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkítektafélag Íslands og eru verðlaunin vegleg; sá sem hannar flottustu moskuna fær fimm milljónir í sinn hlut. Múslimar hafa verið mikið í umræðunni eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlunina til félagsins. Sveinbjörg Birna lýsti því síðar yfir að hún vildi fara málið í íbúakosningu. „Við myndum ekki hræðast þessa kosningu. Við myndum alveg þora í þessa baráttu,“ segir Sverrir. En Sverrir bendir á að málið hafi verið unnið í góðu samráði við Íbúasamtök Langholtshverfis. „Já við áttum góðan fund með þeim og þar var þetta rætt,“ útskýrir hann. Hann segir múslima ekki hafa verið ósátta með umræðuna í samfélaginu eftir að ummælin féllu. „Nei, við getum ekki verið ósátt með lýðræðislega umræðu. Við lítum á þetta sem tækifæri að upplýsa fólk um trúarbrögðin. Við vissum af þessari andstöðu í þjóðfélaginu og ummælin hafa örugglega gefið Framsóknarflokknum aukið fylgi. Við sjáum Facebook-hópa eins og Mótmælum mosku á Íslandi. En svo sjáum við líka hópa eins og Við mótælum ekki mosku á Íslandi, sem er stærri og fjölmennari. Þannig að, eins og ég segi, við hræðumst ekki umræðuna og hefðum ekki hræðst íbúakosningu um málið,“ segir Sverrir og bætir við að lokum: „En umræðan má ekki vera einhliða. Til dæmis var gaman að sjá í gær að það eru ekki bara múslimar sem láta skopmyndir fara svona gríðarlega mikið í taugarnar á sér,“ og vísar þar til umræðu vegna skopteikningar sem birtist í Fréttablaðinu í gær.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira