Ísgöng í Langjökli opnuð á næsta ári Hrund Þórsdóttir skrifar 3. júní 2014 20:00 Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla. Ísgöngin verða í vestanverðum Langjökli í um 1260 metra hæð yfir sjávarmáli. Fullgerð verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi og ganga gestir um 500 metra leið í þeim og fara um 30 metra undir yfirborð jökulsins. Munu þeir meðal annars sjá hvernig íssprungur lokast og hvernig sólarljósið þrengir sér niður á margra tuga metra dýpi. Í göngunum verða ýmsir afkimar með sýningum og veitingasölu og hægt verður að leigja þau, til dæmis undir brúðkaup. „Við áætlum að opna í maí 2015 og gerum ráð fyrir 25 til 30 þúsund ferðamönnum á næsta ári,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Ísganganna.Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindalegur ráðunautur verkefnisins og hann segir merkilegt hvað göngin verði stór og að þau verði í hveljökli sem séu fáir í heiminum. Þá verði þau hátt uppi í jöklinum svo allar umhverfisbreytingar séu tiltölulega hægar. Ari segir aðspurður að göngin samræmist umhverfissjónarmiðum enda sé jökullinn afar stór. „Hann er 190 milljarðar rúmmetra og þetta eru sjöþúsund rúmmetrar sem verða grafnir. Ég hef líkt þessu við að taka tvo dropa með dropateljara úr fullu baðkari.“ Göngin verða opin átta mánuði ársins og styrkja því heilsársferðaþjónustu. Hönnunin er þannig að hrun er mjög ólíklegt og miklar kröfur verða gerðar um öryggi bæði á jöklinum og í göngunum sjálfum. „Það verða daglegar mælingar til að fylgjast með öllum óvæntum hreyfingum í jöklinum og fólk ferðast þarna upp eftir með átta hjóla trukkum sem eru mjög stórir og öflugir. Það þarf mikið að ganga á svo að eitthvað klikki þar, segir Sigurður. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla. Ísgöngin verða í vestanverðum Langjökli í um 1260 metra hæð yfir sjávarmáli. Fullgerð verða þau á meðal stærstu manngerðu ísganga í heimi og ganga gestir um 500 metra leið í þeim og fara um 30 metra undir yfirborð jökulsins. Munu þeir meðal annars sjá hvernig íssprungur lokast og hvernig sólarljósið þrengir sér niður á margra tuga metra dýpi. Í göngunum verða ýmsir afkimar með sýningum og veitingasölu og hægt verður að leigja þau, til dæmis undir brúðkaup. „Við áætlum að opna í maí 2015 og gerum ráð fyrir 25 til 30 þúsund ferðamönnum á næsta ári,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Ísganganna.Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindalegur ráðunautur verkefnisins og hann segir merkilegt hvað göngin verði stór og að þau verði í hveljökli sem séu fáir í heiminum. Þá verði þau hátt uppi í jöklinum svo allar umhverfisbreytingar séu tiltölulega hægar. Ari segir aðspurður að göngin samræmist umhverfissjónarmiðum enda sé jökullinn afar stór. „Hann er 190 milljarðar rúmmetra og þetta eru sjöþúsund rúmmetrar sem verða grafnir. Ég hef líkt þessu við að taka tvo dropa með dropateljara úr fullu baðkari.“ Göngin verða opin átta mánuði ársins og styrkja því heilsársferðaþjónustu. Hönnunin er þannig að hrun er mjög ólíklegt og miklar kröfur verða gerðar um öryggi bæði á jöklinum og í göngunum sjálfum. „Það verða daglegar mælingar til að fylgjast með öllum óvæntum hreyfingum í jöklinum og fólk ferðast þarna upp eftir með átta hjóla trukkum sem eru mjög stórir og öflugir. Það þarf mikið að ganga á svo að eitthvað klikki þar, segir Sigurður.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira