Erlent

Skaut þrjá lögreglumenn í Kanada og gengur enn laus

Vísir/AP
Umfangsmikil leit stendur nú yfir að manni í Kanada sem skaut þrjá lögreglumenn til bana og særði tvo til viðbótar í bænum Moncton í New Brunswick. Lögregla telur að árásarmaðurinn sé 24 ára gamall og vel vopnum búinn.

Íbúar bæjarins hafa fengið fyrirmæli um að halda sig innandyra og læsa að sér. Lögreglan sagði í yfirlýsingu í morgun að menn á hennar vegum hafi brugðist við útkalli í gærkvöldi þar sem vegfarendur höfðu séð mann í hermannafötum á gangi sem virtist einnig vera vopnaður. Þegar þeir reyndu að nálgast hann hóf hann skothríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×