Innlent

Gunnari Þorsteinssyni vikið úr Krossinum

Bjarki Ármannsson skrifar
Gunnar kannaðist ekki við málið þegar blaðamaður náði af honum tali fyrr í dag.
Gunnar kannaðist ekki við málið þegar blaðamaður náði af honum tali fyrr í dag. Vísir/Anton

Ákveðið var á fundi Krossins í gær að víkja Gunnari Þorsteinssyni, fyrrum framkvæmdastjóra og stofnanda Krossins, úr söfnuðinum. Einnig verður nafni safnaðarins breytt úr Krossinum í Smárakirkju. Von er á tilkynningu frá söfnuðinum síðar í dag.



Samkvæmt heimildum Vísis barst tillagan um að víkja Gunnari úr söfnuðinum úr sal og var samþykkt af öllum viðstöddum. Brottvísun Gunnars tengist meðal annars meðferð hans á fjármunum safnaðirins, en eins og greint var frá í mars er sú meðferð til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara.



Gunnar er staddur erlendis og kom af fjöllum þegar blaðamaður náði af honum tali fyrr í dag.


Tengdar fréttir

Gunnar: Hjónabandið hvati til árása

Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×