Segir Gunnar hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. maí 2014 11:29 VISIR/GVA Lögmaður Gunnars Þorsteinssonar, Einar Hugi Bjarnason, taldi þau ummæli sem fjallað er um í meiðyrða máli Gunnars gegn Vefpressunni hafi fengið útbreiðslu sem áður sé óþekkt í íslenskri réttarsögu. Hann grunar að Pressan hafi verið með fjölda blaðamanna í vinnu allan sólarhringinn að skrifa fréttir af atferli Gunnars sem að lokum rataði á dagskrá annarra miðla. Fáir Íslendingar sem komnir voru til vits og ára fóru varhluta af fréttum úr Krossinum á þessu tímabili sagði Einar og hafi þau haft alvarleg áhrif á sálarlíf Gunnars. „Umfjöllunin lagði líf stefnanda nánast í rúst,“ eins og hann komst að orði. „Ummælin sem hér um ræðir fela ekki í sér gildismat,“ að mati lögmanns Gunnars. Hann ítrekaði að ósannað er að Gunnar hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök. Hann benti á að lögreglan hafi rannsakað mál kvennanna þegar þau komu upp á sínum tíma. Niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir dómnum sem Einar vísaði í í ræðu sinni. Rannsókn málanna var hætt því ekki hafi þótt grundvöllur fyrir frekari rannsókn og hún því látin niður falla. Undirstrikaði lögmaðurinn að þessi málaferli væru ekki sakamál, heldur einkamál. „Enda er hér enginn verjandi,“ bætti hann við og benti því næst á óflekkað sakavottorð Gunnars Þorsteinssonar, heilindum Gunnars til stuðnings. Sagði Einar með miklum þunga að meint brot Gunnars væru ósönnuð og því væru þau ummæli sem væru til umfjöllunar í dómsmáli þessu; „skólabókardæmi um ærumeiðandi ummæli.“ Lögmaðurinn benti á að sérstaklega hafi verið skorað á stefndu að leiða fyrir dóminn þær sextán konur sem gáfu Gunnari að sök að hafa brotið á sér sem stefndu höfðu ekki orðið við. Taldi Einar það til vitnis um að enginn fótur sér fyrir þessum ummælum, hvað þá ásökunum, sem bornar séu á Gunnar. Lögmaður Gunnars telur hann hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu, „Þann 23. nóvember 2010,“ sagði hann og endurtók sig er hann ítrekaði að umfjallanir þessar hafi lagt „líf Gunnars í rúst“. Einar Hugi lauk máli sínu með því að spyrja viðstadda hvort þeim þætti í lagi að „fjölmiðlar taki upp og fullyrði í fyrirsögnum um refsiverða háttsemi án þess að fram hafi komið kæra eða menn verið til rannsóknar?“ Að mati hans væri svarið skýrt: „Nei“. Því skyldi umfjöllunin af meintum kynferðisbrotum dæmd ómerk. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Lögmaður Gunnars Þorsteinssonar, Einar Hugi Bjarnason, taldi þau ummæli sem fjallað er um í meiðyrða máli Gunnars gegn Vefpressunni hafi fengið útbreiðslu sem áður sé óþekkt í íslenskri réttarsögu. Hann grunar að Pressan hafi verið með fjölda blaðamanna í vinnu allan sólarhringinn að skrifa fréttir af atferli Gunnars sem að lokum rataði á dagskrá annarra miðla. Fáir Íslendingar sem komnir voru til vits og ára fóru varhluta af fréttum úr Krossinum á þessu tímabili sagði Einar og hafi þau haft alvarleg áhrif á sálarlíf Gunnars. „Umfjöllunin lagði líf stefnanda nánast í rúst,“ eins og hann komst að orði. „Ummælin sem hér um ræðir fela ekki í sér gildismat,“ að mati lögmanns Gunnars. Hann ítrekaði að ósannað er að Gunnar hafi framið þau brot sem honum eru gefin að sök. Hann benti á að lögreglan hafi rannsakað mál kvennanna þegar þau komu upp á sínum tíma. Niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir dómnum sem Einar vísaði í í ræðu sinni. Rannsókn málanna var hætt því ekki hafi þótt grundvöllur fyrir frekari rannsókn og hún því látin niður falla. Undirstrikaði lögmaðurinn að þessi málaferli væru ekki sakamál, heldur einkamál. „Enda er hér enginn verjandi,“ bætti hann við og benti því næst á óflekkað sakavottorð Gunnars Þorsteinssonar, heilindum Gunnars til stuðnings. Sagði Einar með miklum þunga að meint brot Gunnars væru ósönnuð og því væru þau ummæli sem væru til umfjöllunar í dómsmáli þessu; „skólabókardæmi um ærumeiðandi ummæli.“ Lögmaðurinn benti á að sérstaklega hafi verið skorað á stefndu að leiða fyrir dóminn þær sextán konur sem gáfu Gunnari að sök að hafa brotið á sér sem stefndu höfðu ekki orðið við. Taldi Einar það til vitnis um að enginn fótur sér fyrir þessum ummælum, hvað þá ásökunum, sem bornar séu á Gunnar. Lögmaður Gunnars telur hann hafa tapað mannorði sínu á einni nóttu, „Þann 23. nóvember 2010,“ sagði hann og endurtók sig er hann ítrekaði að umfjallanir þessar hafi lagt „líf Gunnars í rúst“. Einar Hugi lauk máli sínu með því að spyrja viðstadda hvort þeim þætti í lagi að „fjölmiðlar taki upp og fullyrði í fyrirsögnum um refsiverða háttsemi án þess að fram hafi komið kæra eða menn verið til rannsóknar?“ Að mati hans væri svarið skýrt: „Nei“. Því skyldi umfjöllunin af meintum kynferðisbrotum dæmd ómerk.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira