Erlent

Lögreglumorðinginn í Moncton í haldi

Justin Bourque sást í gæ ganga þungvopnaður um götur Moncton.
Justin Bourque sást í gæ ganga þungvopnaður um götur Moncton. Vísir/AP
Lögreglan í kanadíska bænum Moncton hefur handsamað mann sem grunaður er um að hafa skotið þrjá lögreglumenn til bana og sært tvo til viðbótar í gær. Víðtæk leit var gerð að manninum en honum tókst að ganga laus í rúman sólarhring.

Umsátursástand skapaðist í bænum í gær og var íbúum sagt að halda sig heimavið og læsa að sér og þá var skólum og stjórnarbyggingum lokað. Árásarmaðurinn, Justin Bourque, er á þrítugsaldri og var hann þungvopnaður, með að minnsta kosti tvo sjálfvirka riffla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×